Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 12:22 Helgi Magnússon átti Fréttablaðið áður en það fór í þrot fyrir mánuði síðan. Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42