Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 12:22 Helgi Magnússon átti Fréttablaðið áður en það fór í þrot fyrir mánuði síðan. Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar. Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Blaðamaðurinn Karl Th. Birgisson greindi frá stefnunni í gær á samfélagsmiðlum. En hann var fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu um langt skeið. Samkvæmt yfirlýsingu frá Karli eru stefnendur hátt á annan tug fólks sem starfaði hjá Torgi. En félagið rak auk Fréttablaðsins, sjónvarpsstöðina og vefmiðilinn Hringbraut auk vefmiðilsins DV sem seldur var út úr félaginu. „Að ráði lögmanns höfum við nú undirbúið höfðun einkamáls á hendur ykkur,“ segir Karl í yfirlýsingunni. Er málið byggt á því að að í lögum um gjaldþrotaskipti beri eigendur og stjórnendur félags persónulega ábyrgð ef þeir vanrækja að setja félag í þrot, en halda áfram að taka við vörum og þjónustu, vitandi vits að félagið sé ógjaldfært. „Þetta er ekki launakrafa, heldur krafa um skaðabætur,“ segir Karl. Ekki rétt í Ábyrgðarsjóði Verktakarnir eru ekki í Blaðamannafélaginu sem gerir kröfu í þrotabú Torgs fyrir hönd starfsfólksins. En launakröfur eru forgangskröfur í þrotabú. Þá eiga verktakar heldur ekki rétt á greiðslum úr Ábyrgðarsjóði launa ef engar eignir finnast í búinu. Karl Th. Birgisson pistlahöfundur á Fréttablaðinu til margra ára leiðir málsóknina. Samkvæmt Karli verður bréfið sent til aðaleigenda og framkvæmdastjóra Torgs á mánudag, verkalýðsdaginn. „Við erum mörg og málskostnaður per haus því ekki ýkja mikill, ef málinu lyktar þannig,“ segir Karl. „Hann er varla heldur þungbær á ykkar mælikvarða, en niðurstaðan gæti orðið því dýrkeyptari fyrir ykkur ef þið sjáið ekki hag ykkar í því að gera upp við fólk sem vann hjá ykkur, og getur ekki látið skattgreiðendur borga skuldir ykkar. Þið sögðust raunar myndu gera þetta á fundi með starfsfólki. Það reyndust vera ósannindi. Fjárhæðirnar eru smotterí í ykkar samhengi, en skipta þá máli sem í hlut eiga.“ Enn fremur segir að gefinn verði kostur á að gera upp við verktakana áður en til málaferla kemur. Ekki náðist í stefnendur fyrir birtingu þessarar fréttar.
Fjölmiðlar Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26 Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Tómlegt um að litast á hinsta degi Fréttablaðsins Hátt í hundrað manns misstu vinnuna í morgun þegar Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður. Ritstjóri segir daginn sorgardag fyrir íslensku þjóðina og starfsmenn eru í áfalli. 31. mars 2023 19:26
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. 31. mars 2023 10:42