Tókust harkalega á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. apríl 2023 16:30 Sigmundur Davíð og Halldóra gætu vart verið meira ósammála þegar kemur að afglæpavæðingu fíkniefna. Þingmenn tókust á um hvort að fíkniefnaneysla sé smitsjúkdómur eða ekki í þættinum Sprengisandi í morgun. Yfirlæknir SÁÁ sagði ekki pláss fyrir refsingu á fíkniefnaneyslu. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, voru mætt í Sprengisand á Bylgjunni til að ræða ópíóðafaraldurinn sem geisar þessi misserin. Halldóra og þingflokkur Pírata hafa um áraraðir barist fyrir afglæpavæðingu fíkniefna. Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn hafa tekið hinn pólinn í hæðina. Það er að rétta leiðin til að takast á við fíkniefnavandann sé ekki lögleiðing heldur taka upp meiri aga. Tókust þingmennirnir tveir hart á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur eða ekki og þurfti þáttarstjórnandi að skerast í leikinn að fá fólk til að grípa ekki fram í. Enginn með dóp í skólapartíunum „Þetta er smitsjúkdómur að miklu leyti og jafn vel tískusveiflur í þessu líka. Ákveðin smit berast til landsins og þá hlýtur að vera grundvallaratriði að koma í veg fyrir aðgengið eins og hægt er. Að smitleiðirnar séu sem fæstar,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef ríkið lögleiði neysluskammta séu skilaboðin sú að neyslan sé í lagi og þá sé auðveldara fyrir þá sem vilji dreifa „smitsjúkdómnum“ að ná til krakkanna. „Í minni tíð í menntaskóla, seint á síðustu öld, mætti enginn í bekkjarpartí með ólögleg fíkniefni. Ef að ríkið segir að þetta sé allt í lagi og að það sé jafn vel strangari á áfenginu þá hugsa ég að sumir hefðu tekið aðrar ákvarðanir en þeir gerðu og komist í kynni við þessi efni,“ sagði hann. Refsistefnan engu skilað Halldóra Mogensen sagði fíkn alls ekki vera smitsjúkdóm. „Fíkn, frekar en að vera sjúkdómur eða val einstaklings, er tilraun til þess að flýja þjáningu til skamms tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að hætta að spyrja hvað sé að þessum einstaklingum með fíknivanda. Spyrja frekar: Hvað kom fyrir? Af hverju er þessi einstaklingur að þjást?“ sagði hún. Benti hún á að refsistefnan, sem Sigmundur Davíð væri að tala fyrir, sé búin að vera við lýði í áratugi. „Á þessum tíma hefur fíkniefnaneysla aukist og vandamálum tengdum neyslunni hefur fjölgað alveg gríðarlega. Þessi stefna er í besta falli gagnslaus því hún hefur ekkert virkað hingað til og það er ekkert sem segir okkur að það muni nokkuð breytast,“ sagði hún. Refsingar geri ekkert annað en að auka þjáningar fólks sem er haldið fíkn. Ef fólk óttast refsingar óttast það líka að hringja í lögregluna þegar það þarf á hjálp að halda. Aðgengið mjög mikið Valgerður Rúnarsdóttir tók undir með Halldóru að glæpavæðing fíkniefnaneyslu sé ekki lausnin. „Neyslan almennt, þar hefur ríkisvaldið og löggjafinn mest áhrif af því að þeir hafa mest áhrif á aðgengi sem skiptir mestu máli. Ég er hundrað prósent sammál því að það er ekki pláss fyrir refsingu á neyslu,“ sagði Valgerður. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir segir að heilt yfir séu fáir að nota ólögleg fíkniefni en að aðgengið sé mjög mikið.Arnar Halldórsson Dauðsföll vegna neyslu ópíóða hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Samkvæmt SÁÁ hafa tíu skjólstæðingar sjúkrahússins á Vogi undir fertugu látist það sem af er ári. Þá hefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greint frá því að hafa sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu. Valgerður sagði flókið að átta sig á hvers vegna ákveðin efni eru notuð meira á einum tíma en öðrum. Um miðjan tíunda áratuginn hafi verð hér e-töflu bóla og um aldamótin hafi verið ópíóðabóla eins og nú er. Sú ópíóðaneysla sem er í gangi hér á Íslandi í dag sé ekki ósvipuð því sem sé að gerast í öðrum löndum. Benti hún hins vegar á að samkvæmt gögnum eins og talnabrunni Landlæknisembættisins þá sé fíkniefnaneysla heilt yfir ekki mjög útbreidd. „Það eru mjög fáir að nota ólögleg vímuefni en mjög margir sem nota löglegu vímuefnin,“ sagði hún. Aðgengið væri hins vegar gott. „Það er mjög auðvelt að fá ólögleg vímuefni og lögleg vímuefni á ólöglegan hátt.“ Miðflokkurinn Píratar Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Sprengisandur Fíkn Tengdar fréttir Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30. apríl 2023 09:45 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. 18. apríl 2021 20:13 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, voru mætt í Sprengisand á Bylgjunni til að ræða ópíóðafaraldurinn sem geisar þessi misserin. Halldóra og þingflokkur Pírata hafa um áraraðir barist fyrir afglæpavæðingu fíkniefna. Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn hafa tekið hinn pólinn í hæðina. Það er að rétta leiðin til að takast á við fíkniefnavandann sé ekki lögleiðing heldur taka upp meiri aga. Tókust þingmennirnir tveir hart á um hvort fíkn væri smitsjúkdómur eða ekki og þurfti þáttarstjórnandi að skerast í leikinn að fá fólk til að grípa ekki fram í. Enginn með dóp í skólapartíunum „Þetta er smitsjúkdómur að miklu leyti og jafn vel tískusveiflur í þessu líka. Ákveðin smit berast til landsins og þá hlýtur að vera grundvallaratriði að koma í veg fyrir aðgengið eins og hægt er. Að smitleiðirnar séu sem fæstar,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef ríkið lögleiði neysluskammta séu skilaboðin sú að neyslan sé í lagi og þá sé auðveldara fyrir þá sem vilji dreifa „smitsjúkdómnum“ að ná til krakkanna. „Í minni tíð í menntaskóla, seint á síðustu öld, mætti enginn í bekkjarpartí með ólögleg fíkniefni. Ef að ríkið segir að þetta sé allt í lagi og að það sé jafn vel strangari á áfenginu þá hugsa ég að sumir hefðu tekið aðrar ákvarðanir en þeir gerðu og komist í kynni við þessi efni,“ sagði hann. Refsistefnan engu skilað Halldóra Mogensen sagði fíkn alls ekki vera smitsjúkdóm. „Fíkn, frekar en að vera sjúkdómur eða val einstaklings, er tilraun til þess að flýja þjáningu til skamms tíma. Það er gríðarlega mikilvægt að hætta að spyrja hvað sé að þessum einstaklingum með fíknivanda. Spyrja frekar: Hvað kom fyrir? Af hverju er þessi einstaklingur að þjást?“ sagði hún. Benti hún á að refsistefnan, sem Sigmundur Davíð væri að tala fyrir, sé búin að vera við lýði í áratugi. „Á þessum tíma hefur fíkniefnaneysla aukist og vandamálum tengdum neyslunni hefur fjölgað alveg gríðarlega. Þessi stefna er í besta falli gagnslaus því hún hefur ekkert virkað hingað til og það er ekkert sem segir okkur að það muni nokkuð breytast,“ sagði hún. Refsingar geri ekkert annað en að auka þjáningar fólks sem er haldið fíkn. Ef fólk óttast refsingar óttast það líka að hringja í lögregluna þegar það þarf á hjálp að halda. Aðgengið mjög mikið Valgerður Rúnarsdóttir tók undir með Halldóru að glæpavæðing fíkniefnaneyslu sé ekki lausnin. „Neyslan almennt, þar hefur ríkisvaldið og löggjafinn mest áhrif af því að þeir hafa mest áhrif á aðgengi sem skiptir mestu máli. Ég er hundrað prósent sammál því að það er ekki pláss fyrir refsingu á neyslu,“ sagði Valgerður. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir segir að heilt yfir séu fáir að nota ólögleg fíkniefni en að aðgengið sé mjög mikið.Arnar Halldórsson Dauðsföll vegna neyslu ópíóða hafa verið mikið til umræðu undanfarið. Samkvæmt SÁÁ hafa tíu skjólstæðingar sjúkrahússins á Vogi undir fertugu látist það sem af er ári. Þá hefur tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens greint frá því að hafa sungið í ellefu jarðarförum tengdum fíkniefnaneyslu á árinu. Valgerður sagði flókið að átta sig á hvers vegna ákveðin efni eru notuð meira á einum tíma en öðrum. Um miðjan tíunda áratuginn hafi verð hér e-töflu bóla og um aldamótin hafi verið ópíóðabóla eins og nú er. Sú ópíóðaneysla sem er í gangi hér á Íslandi í dag sé ekki ósvipuð því sem sé að gerast í öðrum löndum. Benti hún hins vegar á að samkvæmt gögnum eins og talnabrunni Landlæknisembættisins þá sé fíkniefnaneysla heilt yfir ekki mjög útbreidd. „Það eru mjög fáir að nota ólögleg vímuefni en mjög margir sem nota löglegu vímuefnin,“ sagði hún. Aðgengið væri hins vegar gott. „Það er mjög auðvelt að fá ólögleg vímuefni og lögleg vímuefni á ólöglegan hátt.“
Miðflokkurinn Píratar Fíkniefnabrot Heilbrigðismál Sprengisandur Fíkn Tengdar fréttir Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30. apríl 2023 09:45 Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28 Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. 18. apríl 2021 20:13 „Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Sprengisandur: Ópíóíðar, Kárahnjúkar og fasteignamarkaðurinn Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 30. apríl 2023 09:45
Ópíóðafaraldur: Í það minnsta tíu undir fertugu látið lífið það sem af er ári Yfirlæknir á Vogi segir tíu skjólstæðinga þeirra undir fertugu látist það sem af er árs. Hún segir fíknisjúkdóminn vera skaðræði og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Einungis fjórðungur meðferða við ópíóðafíkn er greiddur af ríkinu. 25. apríl 2023 11:28
Segir afglæpavæðingu „gefa leyfi til að prófa“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir stórkostleg mistök að afglæpavæða neysluskammta og vonar að „menn nái áttum“ áður en það verði að veruleika. Frumvarp heilbrigðisráðherra um afnám refsinga fyrir vörslu neysluskammta hugnast honum ekki. 18. apríl 2021 20:13
„Langar mest að gráta“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er búinn að setja fyrirhugað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta á salt. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem barist hefur fyrir lagabreytingu í þá átt, á vart orð til að lýsa vonbrigðum sínum. 21. mars 2022 11:15