Stöndum öll saman Gylfi Þór Gíslason skrifar 1. maí 2023 08:31 Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 100 ár frá því fyrsta kröfuganga 1. maí var farin á Íslandi. Barátta launafólks á Íslandi er búin að vera löng og ströng. Verkalýðurinn sameinaðist með stofnun ASI árið 1916 og á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Flokkurinn marg klofnaði á síðustu öld, en jafnaðarmenn sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar í lok síðustu aldar. Verkalýðshreyfingin á Íslandi hefur unnið, með blóði svita og tárum, að umbótum fyrir launafólk í landinu. Þau eru ekki sjálfgefin, þau kjör sem fólk býr við í dag. Launafólki tókst að byggja upp samfélag jöfnuðar en síðustu áratugi hefur þróast samfélag ójafnaðar. Frá árinu 1990 hefur hallað undan fæti í velferðarkerfi landsins þannig að það er löngu komið út fyrir þolmörk og verðum við að spyrna við fótum áður en það er keyrt í kaf og einkavæðing eina lausnin sem verður í boði. Frjálshyggjan hefur vaðið uppi með álögur á hinn venjulega vinnadi mann og hlífa þeim betur settu. Með lægri skatta á hátekjuhópa, en hærri skatta á lág- og millitekjuhópa. Nýfrjálshyggjstefnan lagði niður félagslega húsnæðiskerfið í lok síðustu aldar. Kerfi sem byggt hafði verið upp af verkalýðshreyfingunni. Við höfum verið að súpa seyðið af því, og sjaldan eins áþreifanlega og nú, þegar ungu fólki er engan veginn gert kleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er fast í klóm leigufélaga sem eru í eigu aðila auðvaldsins. Í verkalýðshreyfingunni á Íslandi hefur oft gengið á ýmsu innan hreyfingarinnar. Menn hafa tekist á um aðferðir og völd. En þegar hreyfingunni hefur tekist að koma fram af samstöðu, hefur vel tekist til. Nú undanfarin misseri hefur ólga verið í hreyfingunni og samstöðuleysi. Það er vatn á myllu auðvaldsins í landinu. Það hlakkar í auðvaldinu þegar samstöðuleysið er sem mest á meðal launþega. Á aukaþíngi ASÍ sem haldið var s.l. viku náðust vonandi sáttir og hreyfingin getur farið samstíga inn í næstu kjarasamninga sem verða á komandi vetri. Félagar! Snúum bökum saman og mætum sameinuð til leiks í kröfugöngum dagsins og stefnum áfram í baráttunni. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun