Snorri líklegastur til að taka við landsliðinu en draumastarfið hans gæti verið að losna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:46 Snorri Steinn Guðjónsson er líklegastur til að taka við íslenska karlalandsliðinu í handbolta samkvæmt Arnari Daða Arnarssyni og gestum hans í Handkastinu. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Bjarni Fritzson og Logi Geirsson voru gestir Arnars Daða Arnarssonar í síðasta þætti af Handkastinu. Eins og gefur að skilja veltu þeir félagar fyrir sér hver yrði næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur. Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira
Þau eru þónokkur nöfnin sem hafa verið nefnd til sögunnar í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Guðmundur Guðmundsson hætti með liðið í febrúar og þeir Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson hafa stýrt liðinu til bráðabirgða síðan þá. Íslenska liðið lék svo sinn síðasta leik undir stjórn Gunnars og Ágústs í gær er liðið vann öruggan sigur gegn Eistlandi í undankeppni EM. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti undanriðilsins og um leið sæti í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM. Dagur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Kristján Andrésson, Nicolej Krickau og Christian Berge eru nokkur af þeim nöfnum sem hafa verið nefnd í umræðunni um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Í síðustu viku fóru sögur á kreik um það að Berge væri að taka við liðinu og að Krickau yrði honum til aðstoðar, en nú virðist sem Berge sé búinn að hafna starfinu og HSÍ er því líklegast að leita annað. Ef marka má orð Arnars Daða, stjórnanda Handkastsins, er samtalið milli Snorra Steins Guðjónssonar og HSÍ nú virkt og þeir Bjarni Fritzson og Logi Geirsson eru sammála um það að Snorri sé líklegasti arftaki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Draumastarfið gæti verið að losna Þrátt fyrir að Snorri sé af mörgum talinn líklegastur til að taka við landsliðinu er þó ýmislegt sem gæti komið í veg fyrir að af því verði. Fyrir nokkru síðan fór af stað ákveðinn „þjálfarakapall“ þar sem að einn stjóri missir starfið sitt og í kjölfarið verða hrókeringar á markaðnum. Maik Machulla var látinn fara frá þýska stórliðinu Flensburg eftir að hafa verið aðalþjálfari liðsins frá árinu 2017. Flensburg er því án þjálfara eins og er, en margir búast við því að áðurnefndur Nicolej Krickau, þjálfari danska liðsins GOG, taki við liðinu á næstunni. Fari það svo að Krickau taki við Flensburg er þjálfarastaða GOG í Danmörku laus. Snorri Steinn Guðjónsson lék með liðinu frá 2012 til 2014 og er mikils metinn innan félagsins. Hann gæti því heillast af því að taka við GOG og þá yrði HSÍ komið aftur á byrjunarreit í þjálfaraleit sinni. Hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins í spilaranum hér fyrir neðan, en vangaveltur þeirra félaga um næsta landsliðsþjálfara Íslands hefjast eftir átta mínútur.
Landslið karla í handbolta HSÍ Handkastið Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Sjá meira