Jóhann Kristinn: Frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis Árni Gísli Magnússon skrifar 1. maí 2023 19:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Vísir/Vilhelm Keflavík vann 1-2 útisigur á Þór/KA í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í dag. Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira
Keflvíkingar komust yfir í fyrri hálfleik en heimakonur jöfnuðu á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Sigurmark leiksins kom svo á 56. mínútu. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, var ekki sáttur við leik síns liðs í dag og kom því bersýnilega á framfæri. „Bara algjör hauskúpuleikur hjá okkur. Liðið var bara mjög ólíkt sjálfu sér og ég er rosalega svekktur út í úrslitin og sjálfan mig eftir þennan leik.” Þór/KA jafnaði leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en eftir það gekk lítið upp. „Ég var að vonast til þess að við næðum að snúa þessu við fyrst við náðum því ekki í fyrri hálfleik að komast inn í leikinn og ég var að vona að þetta myndi kveikna í seinni og það gerði það í smá stund en bara allt hrós á Keflvavík, [Jonathan] Glenn og hans teymi, þau gerðu þetta mjög vel og eiga sigurinn skilið eftir þennan leik. Til hamingju.” Þór/KA var meira með boltann í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega mikið. „Ég held að Glenn sé nú ekki sammála því að þær hafi setið mikið til baka, línan fór nú svolítið hátt hjá þeim, en við vorum klaufar í þessum leik, við brugðumst ekki við og ákvarðanatökur voru ekki nógu góðar og þetta var bara frumsýning á heimavelli sem fór hrikalega úrskeiðis.” „Hugarfar, stress og ástand leikmanna hugarfarslegt var ekki nógu gott og þar verð ég að bera ábyrgð því að þetta er sérstaklega slæmt fyrir framan fullt af fólki sem kom og studdi stelpurnar og þess vegna líður okkur extra illa, ekki bara með að tapa stigum heldur bara hreinlega að hafa brugðist fólkinu á frumsýningu.” Karen María Sigurgeirsdóttir átti að vera í byrjunarliðinu en þurfti að draga sig út stuttu fyrir leik vegna meiðsla. Þá fékk Ísfold Marý Sigtryggsdóttir höfuðhögg undir lok fyrri hálfleiks og fór af velli í hálfleik. Hvernig er staðan á þeim? „Karen var bara við það að togna í læri og eftir að við vorum búin að prófa allt og reyna allt sem við gátum var það ekki áhættunnar virði að láta hana byrja leikinn og það hefði getað farið mjög illa. Ísfold fékk mikið og þungt högg á gagnaugað eða kinnbeinið og bólgnaði illa og er með einkenni sem ollu því að ekki var talið öruggt að halda áfram þannig hún þurfti að hætta. Ég veit ekki alveg stöðuna en ég vona bara að hún verði klár í næsta leik.” Þór/KA sækir ÍBV heim til Eyja í næsta leik. „Við getum alveg verið svekkt og súr núna og eigum að vera það, enginn er ánægður með þetta, við ætluðum ekkert að tapa á heimavelli og það ætlar aldrei neinn að tapa en það þýðir ekkert að taka sér of langan tíma í þetta. Það þarf að rífa sig á lappir og við vorum slegin duglega í gólfið. Nú er það okkar að drattast á fætur og gera þetta almennilega, það er ekkert annað í boði”, sagði Jóhann að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Sjá meira