Valsmenn geta orðið aðeins fimmta liðið til að koma til baka úr 0-2 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 15:01 Styrmir Snær Þrastarson hefur verið frábær í einvíginu. Vísir/Bára Valsmenn hafa náð að jafna undanúrslitaeinvígið sitt á móti Þór eftir að Þórsarar unnu tvo fyrstu leikina í einvíginu. Sigur Valsmanna í fjórða leiknum í Þorlákshöfn þýðir að liðin mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Oddaleikurinn fer fram í Origo höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 20.15. Útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 19.45. Aðeins fjögur lið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta hafa komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi þar sem þarf að vinna þrjá leiki. Þetta eru Keflvíkingar 2008, Haukar 2015, Þórsarar 2019 og ÍR-ingar 2019. Haukar, Þór og ÍR náðu þessu í átta liða úrslitum en Keflvíkingar komust í úrslit eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitunum vorið 2008. Keflavíkurliðið endaði á því að vinna sex síðustu leiki sína í úrslitakeppninni og verða Íslandsmeistari eftir 3-0 sigur á Snæfelli í lokaúrslitunum. Líkt og Valsmenn þá voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum 2008 en fyrir fjórum árum þá unnu bæði Þórsarar og ÍR-ingar oddaleikinn á útivelli. Haukar unnu oddaleikinn sinn 2015 á heimavelli. Þórsliðið hefur þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni því liðið vann tveggja stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 95-93, í rosalegum leik. Þórsarar hafa í raun unnið þrjá oddaleiki í röð því þeir unnu einnig Stjörnuna í undanúrslitunum 2021 og Tindastól í átta liða úrslitunum 2019. Þórsarar töpuðu síðast í oddaleik á móti Grindavík í átta liða úrslitum 2017. Valsmenn voru síðast í oddaleik í lokaúrslitunum í fyrra þegar þeir unnu Tindastól með þrettán stigum, 73-60, á Hlíðarenda. Þar áður töpuðu þeir í oddaleik á heimavelli á móti KR í átta liða úrslitum 2021. Liðin sem hafa komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir: Keflavík í undanúrslitum á móti ÍR 2008 Oddaleikur: Keflavík vann 20 stiga sigur í Keflavík (93-73) Haukar í átta liða úrslitum á móti Keflavík 2015 Oddaleikur: Haukar unnu 17 stiga sigur á Ásvöllum (96-79) ÍR í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2019 Oddaleikur: ÍR vann 12 stiga sigur í Njarðvík (86-74) Þór Þorl. í átta liða úrslitum á móti Tindastól 2019 Oddaleikur: Þór vann 1 stigs sigur á Króknum (94-93) Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Sigur Valsmanna í fjórða leiknum í Þorlákshöfn þýðir að liðin mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Oddaleikurinn fer fram í Origo höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 20.15. Útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 19.45. Aðeins fjögur lið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta hafa komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir í einvígi þar sem þarf að vinna þrjá leiki. Þetta eru Keflvíkingar 2008, Haukar 2015, Þórsarar 2019 og ÍR-ingar 2019. Haukar, Þór og ÍR náðu þessu í átta liða úrslitum en Keflvíkingar komust í úrslit eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot ÍR-inga í undanúrslitunum vorið 2008. Keflavíkurliðið endaði á því að vinna sex síðustu leiki sína í úrslitakeppninni og verða Íslandsmeistari eftir 3-0 sigur á Snæfelli í lokaúrslitunum. Líkt og Valsmenn þá voru Keflvíkingar á heimavelli í oddaleiknum 2008 en fyrir fjórum árum þá unnu bæði Þórsarar og ÍR-ingar oddaleikinn á útivelli. Haukar unnu oddaleikinn sinn 2015 á heimavelli. Þórsliðið hefur þegar unnið einn oddaleik á útivelli í þessari úrslitakeppni því liðið vann tveggja stiga sigur á Haukum á Ásvöllum, 95-93, í rosalegum leik. Þórsarar hafa í raun unnið þrjá oddaleiki í röð því þeir unnu einnig Stjörnuna í undanúrslitunum 2021 og Tindastól í átta liða úrslitunum 2019. Þórsarar töpuðu síðast í oddaleik á móti Grindavík í átta liða úrslitum 2017. Valsmenn voru síðast í oddaleik í lokaúrslitunum í fyrra þegar þeir unnu Tindastól með þrettán stigum, 73-60, á Hlíðarenda. Þar áður töpuðu þeir í oddaleik á heimavelli á móti KR í átta liða úrslitum 2021. Liðin sem hafa komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir: Keflavík í undanúrslitum á móti ÍR 2008 Oddaleikur: Keflavík vann 20 stiga sigur í Keflavík (93-73) Haukar í átta liða úrslitum á móti Keflavík 2015 Oddaleikur: Haukar unnu 17 stiga sigur á Ásvöllum (96-79) ÍR í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2019 Oddaleikur: ÍR vann 12 stiga sigur í Njarðvík (86-74) Þór Þorl. í átta liða úrslitum á móti Tindastól 2019 Oddaleikur: Þór vann 1 stigs sigur á Króknum (94-93)
Liðin sem hafa komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir: Keflavík í undanúrslitum á móti ÍR 2008 Oddaleikur: Keflavík vann 20 stiga sigur í Keflavík (93-73) Haukar í átta liða úrslitum á móti Keflavík 2015 Oddaleikur: Haukar unnu 17 stiga sigur á Ásvöllum (96-79) ÍR í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2019 Oddaleikur: ÍR vann 12 stiga sigur í Njarðvík (86-74) Þór Þorl. í átta liða úrslitum á móti Tindastól 2019 Oddaleikur: Þór vann 1 stigs sigur á Króknum (94-93)
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum