Flúði frá Ítalíu eftir manndrápstilraun og fór huldu höfði á Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. maí 2023 15:56 Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn. Getty 43 ára Nígeríumaður sem flúði óafplánaðan fangelsisdóm á Ítalíu og fór huldu höfði á Íslandi hefur nú verið afhentur lögregluyfirvöldum í Róm. Fjölmargir ítalskir fjölmiðlar greina frá málinu. Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Maðurinn var sakfelldur af dómstól á Ítalíu fyrir að hafa árið 2011 átt aðild að tilraun til manndráps. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að maðurinn hafi ásamt fjórtán öðrum Nígeríubúum veist að 24 ára samlanda þeirra og voru þeir vopnaðir kylfum, glerflösku og sveðju. Árásin átti sér stað í Tor Bella Monaca hverfinu í Róm. Hópurinn réðst á manninn með höggum og spörkum og skildi hann síðan eftir með lífshættulega áverka víðsvegar um líkamann. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús strax í kjölfarið og lifði hann árásina af. Maðurinn og samverkamenn hans voru í kjölfarið handteknir og ákærðir fyrir brotið. Fram kemur að dómur hafi fallið yfir manninum á fyrsta dómstigi árið 2013, sem síðan var staðfestur af áfrýjunardómstóli. Hæstiréttur ómerkti hins vegar dóminn árið 2016 og í kjölfarið var manninum sleppt úr varðhaldi, eftir að hafa setið inni í þrjú ár. Hann flúði land í kjölfarið og var hvergi að finna. Árið 2020 féll síðan aftur dómur í málinu og var manninum þá gert að sæta fangelsi í 11 ár og sex mánuði. Dómnum var áfrýjað en þeirri beiðni var hafnað á síðasta ári. Maðurinn fór á þeim tíma enn huldu höfði en talið er að hann komið til Íslands í júlí síðastliðnum. Sagðist hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu Evrópsk handtökuskipun á hendur manninum var gefin út í febrúar síðastliðnum. Í handtökuskipuninni var óskað eftir handtöku og afhendingu mannsins til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. Það var síðan fyrir tilstilli íslenskra lögregluyfirvalda að hægt var rekja slóð mannsins hingað til lands og í kjölfarið var hann handtekinn. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að við skýrslutökur hjá lögreglu hafi maðurinn ekki viljað tjá sig um sakargiftir og málsatvik. Sagðist hann ekki vilja vera afhentur ítölskum yfirvöldum og kvaðst óttast að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Þá sagðist hann hafa orðið fyrir áfalli í fangelsinu á Ítalíu en gaf þó ekki skýringu á því hvers vegna hann hefði talið nauðsynlegt að flýja land. Maðurinn hélt því einnig fram að hann hefði ekki vitað af hinum nýja dómi og því talið að hann væri frjáls ferða sinna. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskipun og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun þann 23. mars síðastliðinn um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu mannsins til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Fram kemur í fréttum ítalskra miðla að lögreglan hafi tekið á móti manninum á Fiumicino flugvellinum í Róm þann 21.apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið fluttur í Civitavecchia fangelsið að beiðni dómsmálayfirvalda. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ítalía Erlend sakamál Lögreglumál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent