Segir vinnubrögð Sýnar og KSÍ vera til skammar og hótar löngu fjölmiðlabanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. maí 2023 17:54 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, er allt annað en sáttur við vinnubrögð Sýnar og KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu, er allt annað en sáttur við vinnubrögð KSÍ og Sýnar eftir að leik liðsins gegn Selfossi var frestað í annað sinn á innan við viku. Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023 Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leikur Þróttar og Selfoss átti upphaflega að fara fram í gær, mánudag. Vegna veðurs var hins vegar ákveðið að fresta leiknum um tvo daga og átti hann því að fara fram á morgun, miðvikudag. Nú hefur leiknum hins vegar verið frestað í annað sinn og verður hann leikinn á fimmtudagskvöld klukkan 19:15 á Selfossi. Ástæða þess að leiknum var frestað í annað sinn var svo hægt væri að sýna leikinn í sjónvarpi. Fyrsti heimaleikur Selfoss í Bestu deildinni 2023 verður á FIMMTUDAGINN kl 19:15Hvetjum alla til að mæta á JÁVERK-VÖLLINN og láta heyra í sér Áfram Selfoss :) pic.twitter.com/5GAmMWgDaY— Selfoss fótbolti (@selfossfotbolti) May 2, 2023 „Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum“ Eins og áður segir er Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, allt annað en sáttur við þessa ákvörðun. Í samtali við mbl.is í dag segir hann að vinnubrögðin séu til skammar og að hvorki hann né leikmenn Þróttar muni ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leik liðsins gegn Selfyssingum. „Þessi vinnubrögð eru til skammar og ég fæ að vita það fyrir klukkutíma síðan að þeir séu búnir að færa leikinn fram til fimmtudagsins,“ sagði Nik í samtali við mbl.is. „Það stóð til að við myndum æfa í dag, fyrir leikinn á morgun, en þetta setur allan undirbúninginn okkar úr skorðum. Leikmenn Þróttar eru ekki með hundruð þúsunda í laun á mánuði eins og og sumir leikmenn karlamegin,“ segir Nik og bætir við að það geti verið heljarinnar vesen fyrir leikmenn liðsins þegar verið sé að riðla skipulaginu svona. „Þær eru í vinnum, í námi og eiga börn. Þær þurfa frí úr vinnu, þær þurfa að mæta í próf og stundum þurfa þær að redda barnapössun fyrir börnin sín. Svona hringl með leikina okkar setur allt úr skorðum fyrir bæði leikmenn og þjálfara og það versta er að þetta var gert í engu samráði við hvorugt lið.“ Þá mun hvorki Nik né nokkur leikmanna Þróttar ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir leikinn á fimmtudaginn. Þjálfarinn hótar því einnig að fjölmiðlabannið muni standa eitthvað lengur. „Hvorki ég, né leikmenn Þróttar munu ræða við fjölmiðlamenn á vegum Sýnar eftir þennan leik og við erum alvarlega að íhuga að ræða ekki við neinn frá þessum miðli eitthvað inn í sumarið,“ sagði Nik að lokum í samtali við mbl.is. The game v Selfoss was meant to be yesterday 1/5 but because of snow it was advised that the game was postponed until 3/5. This could've been handled a little better from KSI to start but what has happened this afternoon is, again, a complete lack of respect to those involved..— Nik Chamberlain (@NikChambers16) May 2, 2023 „Vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða“ Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, tekur undir þessa gagnrýni kollega síns og segir vinnubrögðin vera vanvriðringu gagnvar tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða. „Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara,“ ritar Björn á Twitter-síðu sína. Tek undir með kollega mínum. Þetta er mikil vanvirðing gagnvart tíma og störfum leikmanna, þjálfara og sjálfboðaliða að gera þetta með þessum fyrirvara. https://t.co/Zbpyebz1Ff— Björn Sigurbjörnsson (@bjossisibba) May 2, 2023
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira