„Ég gerði allt sem ég gat gert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Magnús Valur hefur verið vallarvörður í Vesturbænum í nokkur ár. Vísir/sigurjón Eftir kaldasta veturinn í hundrað ár er KR-völlurinn ekki tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik félagsins í kvöld. Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri á Meistaravöllum, segir að erfiðlega hafi gengið að koma vellinum í ásættanlegt ástand fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestudeildinni. Félagið hefur því ákveðið að færa leik liðsins gegn HK á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesinu annað kvöld. Um er að ræða fyrsti heimaleikur KR-inga í sumar og hafa þeir spilað fyrstu fjóra leiki sína í deildinni á útivelli, á Akureyri, í Keflavík í Víkinni og á Miðvelli í Hafnarfirðinum á laugardaginn. „Marsmánuður var í rauninni aðeins of kaldur eins og sést á vellinum og það hefur í rauninni dáið aðeins of mikið. Ég gerði allt sem ég gat gert til reyna fá inn vöxt í þetta og er búinn að vera nota dúka og þess háttar og vöxturinn fór bara voðalega illa af stað,“ segir vallarstjórinn. Undirhiti nauðsynlegur Magnús segir að völlurinn verði klár eftir um það bil tvær vikur. Hann segir samt sem áður að deildarkeppnin sé ekkert endilega að fara af stað of snemma. „Við erum að koma úr köldum vetri en málið er að grasvellirnir okkar eru ekki með undirhita og við eigum ekki þessa gróðurdúka sem við þurfum. Við horfum til Akureyrar núna og þeir hafa aldrei séð slíkan vöxt á þessum árstíma með þessum dúkum.“ Hann segir að vel sé hægt að huga að grasvelli hér á landi en það kosti pening en í raun lægri fjárhæð en að halda úti gervigrasvelli. „Þú þyrftir alltaf að skipta um undirlag og setja upp hitakerfi. Það þarf að rífa þetta allt upp og ég myndi svona halda að það kosti um 150 milljónir. Sem er ódýrara en bygging á glænýjum gervigrasvelli. En við verðum að fara gera greinamun á keppnisvelli og æfingavelli. Keppnisvelli sem íslensku liðin eru að nota einnig sem æfingavelli er að koma í bakið á liðunum. Sjáum eins og í Kópavogi að þurfa að skipta um gervigras eftir fjögur tímabil.“ Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira
Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri á Meistaravöllum, segir að erfiðlega hafi gengið að koma vellinum í ásættanlegt ástand fyrir fyrsta heimaleik KR í Bestudeildinni. Félagið hefur því ákveðið að færa leik liðsins gegn HK á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesinu annað kvöld. Um er að ræða fyrsti heimaleikur KR-inga í sumar og hafa þeir spilað fyrstu fjóra leiki sína í deildinni á útivelli, á Akureyri, í Keflavík í Víkinni og á Miðvelli í Hafnarfirðinum á laugardaginn. „Marsmánuður var í rauninni aðeins of kaldur eins og sést á vellinum og það hefur í rauninni dáið aðeins of mikið. Ég gerði allt sem ég gat gert til reyna fá inn vöxt í þetta og er búinn að vera nota dúka og þess háttar og vöxturinn fór bara voðalega illa af stað,“ segir vallarstjórinn. Undirhiti nauðsynlegur Magnús segir að völlurinn verði klár eftir um það bil tvær vikur. Hann segir samt sem áður að deildarkeppnin sé ekkert endilega að fara af stað of snemma. „Við erum að koma úr köldum vetri en málið er að grasvellirnir okkar eru ekki með undirhita og við eigum ekki þessa gróðurdúka sem við þurfum. Við horfum til Akureyrar núna og þeir hafa aldrei séð slíkan vöxt á þessum árstíma með þessum dúkum.“ Hann segir að vel sé hægt að huga að grasvelli hér á landi en það kosti pening en í raun lægri fjárhæð en að halda úti gervigrasvelli. „Þú þyrftir alltaf að skipta um undirlag og setja upp hitakerfi. Það þarf að rífa þetta allt upp og ég myndi svona halda að það kosti um 150 milljónir. Sem er ódýrara en bygging á glænýjum gervigrasvelli. En við verðum að fara gera greinamun á keppnisvelli og æfingavelli. Keppnisvelli sem íslensku liðin eru að nota einnig sem æfingavelli er að koma í bakið á liðunum. Sjáum eins og í Kópavogi að þurfa að skipta um gervigras eftir fjögur tímabil.“
Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Sjá meira