Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. maí 2023 07:49 Víðast hvar virðist fjölmiðlafrelsi vera á undanhaldi. Paul Zinken/Getty Images Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland. Fjölmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland.
Fjölmiðlar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira