Gæslan: Hugsum okkur tvisvar um Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2023 13:01 Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Landhelgisgæslan Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Góð voru tíðindin þegar tókst að koma í veg fyrir sölu á TF-SIF. Vonir stóðu þá til að vélin gæti gegnt sínu hlutverki hér á landi. Hún er þó aftur komin í útleigu svo halda megi í hana þar eð ekki fæst veruleg hækkun á framlögun til Gæslunnar. Stofnunin er vanfjármögnuð hvað sem annað er sagt. Auðvitað er spurning opin um hvernig 387 þúsund manna samfélag hegðar lögggæslu, hjálparstarfi, öryggismálum og náttúruvárverkefnum þegar náttúruvá herðist vegna hlýnunar og norðurslóðir opnast hennar vegna - og á meðan stríð og herðnaðaruppbygging ógna friði. Nú eru aftur uppi hugmyndir um að selja TF-SIF og kaupa ca. 9-manna, nýja Beechcraft-flugvél – m.a. af því að nágrannaþjóðir nota slíkar vélar til eftirlitsstarfa. Ríkin ráða hins vegar samtímis yfir fullbúnum herjum og alls konar öðrum loftförum til gæslu- og eftirlitsstarfa sem Landhelgisgæslan verður líka að sinna. Ég tel að þarna sé ranghugmynd uppi. Allur nauðsynlegur búnaður og margþætt starfsemi, sem krefst manngengrar flugvélar, flókins tæknibúnaðar og nærga sæta undir sérfræðinga, er fyrirferðarmeiri en svo að lítil tvíhreyfla, þótt hrað- og háfleyg sé, geti hentað. Sú hugmynd að selja nokkuð gamla Beechcraft vél ISAVIA og sameina mörg hlutverk nýrrar flugvélar er ekki alröng en þá verður að hyggja að því að til viðbótar Gæsluhlutverkum verður hún að sinna flugvallar- og loftferðaverkefnum ISAVIA með tilheyrandi tækjabúnaði. Gleymum heldur ekki að TF-SIF er notuð til mannflutninga m.a. til leitar- eða björgunarstarfa og hún flytur rannsóknarteymi og hvers kyns fjölmiðlamenn, þegar náttúruvá dynur yfir. Jafnvel opinbera gesti eins og gæsluþyrlur gera á stundum. Fer stundum í ískönnunarflug þrátt fyrir gervihnattamyndir. Lausn gæti verið sala TF-SIF og ISAVIA-vélanna og kaup á stórri tvíhreyfla skrúfuþotu með endurnýjuðum búnaði sem hentar Gæslunni, ISAVIA og ráðuneytum er fara með málefni náttúruvár, Almannavarna og Þjóðaröryggisráðs. Hlustum á þá sem vinna þessi grunnstörf í samfélaginu, virðum stefnumótun í brýnum málaflokkum, m.a. náttúruvá, og aukum framlög til opinbers flugrekstrar sem samfélagið þarf og þolir. Höfundur er jarðvísindamaður og fyrrum þingmaður VG.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun