Sá verðmætasti sneri aftur í stóru tapi Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 07:31 MVP-inn Joel Embiid sneri aftur til leiks í gærkvöld og á hér í harðri baráttu við Al Horford og Marcus Smart um boltann. AP/Charles Krupa Boston Celtics svöruðu vel fyrir sig í gærkvöld eftir tapið í fyrsta leik gegn Philadelphia 76ers, í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon. NBA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Boston vann leikinn í gærkvöld með yfirburðum, 121-87, eftir að hafa stungið af í þriðja leikhluta og komið muninum í 92-65 með 19-5 kafla í lok hans. Liðin halda nú til Philadelphia og þar vonast heimamenn sjálfsagt eftir meira framlagi frá nýkjörnum verðmætasta leikmanni deildarinnar, Joel Embiid, sem sneri aftur eftir meiðsli í gær. Embiid var augljóslega ekki alveg búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og sagði að það myndi taka nokkrar vikur, en reyndi samt að gera sitt þær mínútur sem hann spilaði. Hann skoraði aðeins 15 stig en kvaðst á réttri leið: „Mér leið nokkuð vel með að spila og fannst að ég gæti hjálpað liðinu. Mér finnst eins og að ég sé búinn að losna við þetta [meiðslin]. Vonsvikinn yfir tapinu en þetta var skref í þá átt að ná aftur fram mínu besta,“ sagði Embiid. James Harden, sem skoraði 45 stig í fyrsta leik, átti dapurt kvöld og klikkaði á öllum sex þriggja stiga skotum sínum, og endaði með 12 stig og 10 fráköst. Tatum Smart pic.twitter.com/sGrooc9ZHv— NBA TV (@NBATV) May 4, 2023 Leikmenn Boston spiluðu nefnilega fantagóða vörn og á hinum enda vallarins létu margir til sín taka. Jayson Tatum lenti þó snemma í villuvandræðum og skoraði aðeins sjö stig í leiknum, en það segir sitt að Boston hafi engu að síður unnið 34 stiga sigur. Jaylen Brown skoraði 25 stig og Malcolm Brogdon skoraði 23 en hann setti niður sex af tuttugu þristum Boston-liðsins í leiknum. Derrick White og Marcus Smart skoruðu 15 stig hvor. Brogdon sagði mikilvægt að Boston héldi áfram með sama hætti í næsta leik sem fram fer annað kvöld. „Þetta hefur enga þýðingu ef við höldum ekki svona áfram,“ sagði Brogdon.
NBA Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn