Fyrsti prófsteinninn á Íhaldsflokk Sunak Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 09:19 Breskar sveitarstjórnir sjá um nærþjónustu eins og sorphirðu, almenningssamgöngur og rekstur skóla. Kosið er til um 230 sveitarstjórna í dag. Vísir/EPA Kosið er til sveitarstjórna á Bretlandi í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar frá því að Rishi Sunak tók við Íhaldsflokknum eftir margra mánaða glundroða. Búist er við því að flokkurinn tapi fjölda sæta í kosningunum sem gætu gefið hugmynd um hvar íhaldsmenn standa fyrir þingkosningar á næsta ári. Horfurnar þykja ekki góðar fyrir Íhaldsflokkinn fyrir kosningarnar í dag. Verkamannaflokkurinn hefur mælst með meira en tíu stiga forskot í skoðanakönnunum á landsvísu eftir hrakfarir íhaldsmanna undanfarin misseri. Sunak tók við sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins af Liz Truss sem skapaði glundroða með efnahagsstefnu sinni í fyrra. Truss hafði sjálf tekið við af Boris Johnson innan við tveimur mánuðum fyrr. Johnson sagði af sér í skugga hvers hneykslismálsins á fætur annars. Fleiri en átta þúsund sæti í 230 sveitarstjórni eru í boði í kosningunum í dag. Reuters-fréttastofan segir að stóru flokkarnir tveir reyni að stilla væntingum í hóf fyrir þær. Þannig sagði formaður Íhaldsflokksins að flokkurinn gæti tapað um þúsund sætum. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir sinn flokk eiga að vinna á vegna þess hversu illa hann stóð sig síðast. Búist er við því að þingkosningar verði haldnar á næsta ári. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú gætu gefið innsýn í hvort að Verkamannaflokkurinn eigi möguleika á að velta Íhaldsflokknum úr sessi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki setið í ríkisstjórn frá árinu 2010. Sú nýbreytni er í sveitarstjórnarkosningunum í dag að kjósendur þurfa að sýna skilríki með mynd til þess að kjósa. Könnun sem birt var í síðustu viku bendir til þess að fjórðungur kjósenda sé grunlaus um þá breytingu og því er hætta á að einhverjum verði vísað frá kjörstöðum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Horfurnar þykja ekki góðar fyrir Íhaldsflokkinn fyrir kosningarnar í dag. Verkamannaflokkurinn hefur mælst með meira en tíu stiga forskot í skoðanakönnunum á landsvísu eftir hrakfarir íhaldsmanna undanfarin misseri. Sunak tók við sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins af Liz Truss sem skapaði glundroða með efnahagsstefnu sinni í fyrra. Truss hafði sjálf tekið við af Boris Johnson innan við tveimur mánuðum fyrr. Johnson sagði af sér í skugga hvers hneykslismálsins á fætur annars. Fleiri en átta þúsund sæti í 230 sveitarstjórni eru í boði í kosningunum í dag. Reuters-fréttastofan segir að stóru flokkarnir tveir reyni að stilla væntingum í hóf fyrir þær. Þannig sagði formaður Íhaldsflokksins að flokkurinn gæti tapað um þúsund sætum. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir sinn flokk eiga að vinna á vegna þess hversu illa hann stóð sig síðast. Búist er við því að þingkosningar verði haldnar á næsta ári. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna nú gætu gefið innsýn í hvort að Verkamannaflokkurinn eigi möguleika á að velta Íhaldsflokknum úr sessi. Verkamannaflokkurinn hefur ekki setið í ríkisstjórn frá árinu 2010. Sú nýbreytni er í sveitarstjórnarkosningunum í dag að kjósendur þurfa að sýna skilríki með mynd til þess að kjósa. Könnun sem birt var í síðustu viku bendir til þess að fjórðungur kjósenda sé grunlaus um þá breytingu og því er hætta á að einhverjum verði vísað frá kjörstöðum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“