Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:01 Færeyingar fagna. FÆREYSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“ EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Stólarnir fastir í München Körfubolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira