Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2023 10:01 Færeyingar fagna. FÆREYSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“ EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Færeyjar komust á EM 2024 þrátt fyrir að hafa tapað lokaleik sínum í undankeppninni fyrir EM gegn Austurríki. Færeyingar voru eitt þeirra fjögurra liða sem voru með bestan árangur í 3. sæti riðlanna í undankeppninni. Færeyjar eru fámennasta þjóðin sem kemst á stórmót í liðsíþrótt. Allan Norðberg, fyrrverandi leikmaður KA, var hluti af færeyska hópnum sem náði þessum eftirtektarverða árangri. „Þetta er ótrúlega mikið stolt fyrir þjóðina. Það tala allir um þetta heima í Færeyjum og við erum ofboðslega stoltir að vera komnir á stórmót í fyrsta sinn í sögunni,“ sagði Allan í samtali við Vísi. Allan Norðberg hefur leikið með KA í nokkur ár en er á förum frá félaginu.vísir/hulda margrét Hann segir að Færeyingar hafi alltaf ætlað sér að komast á EM í Þýskalandi. „Þetta var alltaf markmiðið, sérstaklega þar sem það er búið að stækka mótið í 24 lið og bestu liðin í 3. sæti komast þangað,“ sagði Allan. Færeyingar unnu sér fyrir EM-sætinu með því að vinna Rúmena og Úkraínumenn á heimavelli sínum í Höllinni á Hálsi. Frábær stuðningur „Við erum búnir að standa okkur rosalega vel á heimavelli, líka í gegnum gegn Austurríki sem við töpuðum naumlega. Stuðningurinn sem maður fær frá fólkinu hérna heima er ótrúlegur,“ sagði Allan og bætti við að stemmningin fyrir handbolta í Færeyjum væri mikill. „Síðustu árin hefur áhuginn aukist rosalega mikið og frammistaða landsliðsins hefur líka verið góð.“ Færeyingar hafa átt mjög sterk yngri landslið undanfarin ár og þeir leikmenn eru nú byrjaðir að láta að sér kveða með A-landsliðinu. „Þeir eiga það skilið. Þeir eru metnaðarfullir, ótrúlega duglegir og hugsa vel um sjálfa sig,“ sagði Allan. Engin markmið eru of stór fyrir þá Þeir sem hafa vakið mesta athygli í færeyska liðinu eru frændurnir Elias Ellefsen á Skipagötu og Óli Mittún sem eru einnig samherjar hjá Sävehof. Sá fyrrnefndi er á leið til stórliðs Kiel í Þýskalandi eftir tímabilið. Allan segir þá félaga gríðarlega metnaðarfulla og staðráðna í að ná langt. „Ef þú myndir spyrja þá hversu langt þeir ætluðu að ná myndu þeir segja alla leið. Engin markmið eru of stór fyrir þá. Þeir eru búnir að hugsa þannig síðan þeir voru litlir strákar,“ sagði Allan. Hann segir að færeyskir leikmenn hafi flykkst í erlendis á undanförnum árum og landsliðið hafi notið góðs af því. „Í hópnum eru tveir leikmenn sem spila í Færeyjum. Allir aðrir spila erlendis. Síðustu 5-6 ár hafa örugglega 25-30 leikmenn farið út í heim að spila. Það munar rosalega miklu því æfingarnar eru betri og allt það sem fylgir með,“ sagði Allan. Óskaliðin Dregið verður í riðla á miðvikudaginn kemur. Allan myndi ekki slá hendinni upp á móti því að lenda með Íslendingum í riðli. „Það væri ótrúlega skemmtilegt, bæði því þetta er nágrannaland og svo þekki ég nokkra í landsliðinu,“ sagði Allan. „Ég held að Norður-Makedónía og Austurríki henti okkur ágætlega og ég væri til í að fá þau. Svo væri gaman að fá Ísland eða Danmörku úr 1. styrkleikaflokki.“
EM 2024 í handbolta Færeyjar Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira