Jákvæð skref til framtíðar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2023 07:31 Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun