Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:12 DeAndre Kane er með afar spennandi ferilskrá og hefur meðal annars orðið ísraelskur meistari árin 2018 og 2019. UMFG Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn. Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu. UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Annar leikmannanna þekkir vel til á Íslandi en það er Daninn Daniel Mortensen sem lék með Haukum í vetur en var valinn besti erlendi leikmaðurinn í fyrra eftir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn. Mortensen var einnig afar drjúgur fyrir Hauka í vetur og skoraði að meðaltali 15,2 stig í leik í Subway-deildinni, tók 8,4 fráköst og gaf 4,7 stoðsendingar. Daniel Mortensen hefur sannað sig sem afar öflugur leikmaður hér á landi.vísir/Diego Tvöfaldur meistari í Ísrael og meira til Hinn leikmaðurinn sem Grindavík hefur tryggt sér er DeAndre Kane sem er bandarískur en með ungverskt vegabréf. Í tilkynningu Grindvíkinga kemur fram að Kane, sem er 33 ára gamall og 196 sentímetrar á hæð, sé fjölhæfur leikmaður sem geti bæði spilað sem bakvörður og framherji. Kane hefur leikið víða á löngum ferli og meðal annars orðið tvívegis meistari í Ísrael með Maccabi Tel Aviv. Hann æfði meðal annars með LA Lakers og Toronto Raptors þegar háskólaferlinum lauk en hélt svo til Evrópu og spilaði í Rússlandi, Þýskalandi, Belgíu, Spáni, Ísrael og Grikklandi. Síðustu ár hefur Kane hins vegar búið í Bandaríkjunum og keppt þar í The Basketball Tournament sem er opið mót, sýnt á ESPN, þar sem verðlaunafé fyrir sigurliðið nemur 1 milljón Bandaríkjadala. Kane hefur fjórum sinnum verið í sigurliði á mótinu, að því er fram kemur í tilkynningu Grindvíkinga. „Við erum búin að vera lengi á eftir Kane enda er þetta frábær leikmaður sem gæti breytt ansi miklu fyrir okkar lið á næsta tímabili. Það er langt síðan svona stór prófíll hefur komið til okkar og við erum í skýjunum að þetta hafi loksins gengið eftir. Kane hefur alla burði til að vera einn besti leikmaður deildarinnar og við getum ekki beðið eftir að fá hann til okkar,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, í tilkynningu frá félaginu.
UMF Grindavík Subway-deild karla Haukar Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira