Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 12:16 Pavel Ermolinskij og Finnur Freyr Stefánsson þekkja hvorn annan mjög vel Vísir/Samsettmynd Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld. Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Valsmenn taka á móti Tindastól í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. „Við getum sagt að úrslitakeppnin hafi verið svolítið furðuleg, allavega þessi undanúrslit þar sem að við fengum marga ójafna leiki,“ segir Kjartan Atli í viðtali sem íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson tók við hann. „Það hlýtur að vera einhvers konar fyrirboði um að úrslitaserían verði jafnari en vanalega og er hún nú yfirleitt jöfn.“ Valur og Tindastóll mættust einnig í úrslitaeinvígi deildarinnar í fyrra og þar höfðu Valsmenn betur. Stólarnir, þeir eiga harma að hefna? „Já og ég held að fyrir tímabilið, ef að Stólarnir hefðu fengið að velja sér lið til að mæta í úrslitum þá hefðu það verið Valsmenn. Það er nú einhver veginn þannig í íþróttunum að við viljum hefna okkar þegar að við erum slegin út. Það eru forréttindi að fá tækifæri til þess að mæta þeim sem slógu mann út í úrslitunum í fyrra. Þetta sé tækifæri fyrir Stólana og leið fyrir þá til þess að gíra sig upp. „Valsmenn virðast hins vegar vera að hrökkva í gírinn. Þessi lokaleikur þeirra í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn var þeirra langbesti leikur að mínu mati. Það var meistarabragur á þeim þá og verður gaman að sjá hvernig þeir koma inn í þessa úrslitaseríu.“ Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson Mikilvægur fyrsti leikur Valsmenn eru með heimavallarréttinn í einvíginu en hversu miklu máli munu heimavellir liðanna skipta? „Heimavöllurinn hefur alltaf einhver áhrif en við höfum alveg séð það í úrslitakeppni þessa árs að lið hafa verið að vinna sigra á útivelli. Ég held að áhrif heimavallarréttarins verði þau að leikur kvöldsins geti orðið ofboðslega mikilvægur fyrsti leikur í úrslitaeinvígi.“ Ef að Stólunum tekst að ná í sigur í kvöld sem Kjartan Atli telur að sé uppleggið hjá þeim í kvöld hvað varðar það að gíra sig upp og stela heimavallarréttinum. „Ef Stólunum tekst að taka heimavallarréttinn af Valsmönnum, þá horfa þeir í Síkið og vita að þeir eru illviðráðanlegir þar. Það verður fókuspunkturinn í aðdraganda leiksins fyrir Stólana. Leikur eitt gæti orðið algjör lykilleikur.“ Einvígi þeirra á milli Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var hinu megin við borðið á síðasta tímabili er hann lék lykilhlutverk í liði Vals undir stjórn Finns Freys Stefánssonar sem er þjálfari Valsmanna. „Í svona seríum er okkur alltaf tíðrætt um sögulínur. Þetta er einhver áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna,“ segir Kjartan Atli. „Þetta samband Finns Freys og Pavels. Þeir hafa unnið titla hjá tveimur félögum í sameiningu og ég veit ekki hvernig þetta fer. Þetta er eiginlega bara einvígi þeirra á milli hvor sé búinn að vera töframaðurinn á bak við þessa titla sem þeir hafa unnið saman.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kjartan Atli mun ásamt sérfræðingum hita veglega upp fyrir leikinn frá klukkan 18:30. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum