„Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Rosenborg hefur ekki byrjað tímabilið vel. Rosenborg „Lífið utan fótboltans er mjög gott, er að koma mér fyrir og líður mjög vel þarna,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg en hann er staddur hér á landi og ræddi við Stöð 2 og Vísi um veruna í Noregi. Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira