Þegar murka má líftóruna úr dýrum Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. maí 2023 11:01 Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru. Svo er þó ekki. Allar, sem vita hafa viljað, hafa vitað sannleikann um þetta mál lengi, en falið það, að því er virðist mest af undirlægjuhætti við Kristján Loftsson/Hval hf, en Sjálfstæðisflokkurinn, Bjarni Benediktsson og fjölskylda, hefur löngum stutt hann með ráði og dáð - og, mögulega, hefur D fengið eitthvað fyrir, að leyfa óheft níðið - ekki hefur Sigurður Ingi og Framsókn heldur lagt stein í götu Kristjáns, heldur líka stutt hann dyggilega, kannske líka gegn sporslu fyrir B, og Katrín, Svandís og Guðmundur Ingi, sem þóttust vera dýravinir og standa gegn hvalveiðum, hafa nú í sex ár leitt eða tekið ómældan þátt í skrælingshættinum, beint og óbeint, reyndrar ekki í orði, en óheft á borði, sem er því miður þeirra háttur. Auðvitað kemur hér tilfinningaleysi (mannvonska?), gagnvart dýrum og lífríki, líka til. Af þessu gefna tilefni, vil ég rifja upp minn málflutning um akkúrat sama málið frá í fyrra sumar. 2022. Þá hafði Guðni Einarsson, blaðamaður, og, að því er virtist, blaðafulltrúi Kristjáns Loftssonar, skrifað frétt um hvalveiðar Hvals hf. Hann fjallaði þar mest um efnahagslega hlið veiðanna, sem hann reyndi eftir föngum að útfæra Hval í vil, fegra, með vafasömum rökum og hagræðingu staðreynda. Ég vildi þá leggja áherzlu á aðra og veigameiri hlið hvalveiða. Það hrikalega dýraníð, sem þær byggja á, og þau skýru lögbrot, sem með þeim eru framin. Vil ég gera það aftur hér og nú: Fyrst 3 spurningar til lesenda: Ef hestur væri aflífaður með þeim hætti, að fyrst væri hann skotinn í kvið, án þess að drepast, hann svo látinn engjast og kveljast ekki bara mínútum saman, heldur klukkutímunum saman, þar til hann væri skotinn aftur, nú kannske á lungna- eða hjarta svæði, þannig að hann dræpist loksins, findist þér það í lagi? Ef kýr væri fyrst skotin í herðakamb, þannig að beinabygging þar rústaðist, án þess að dýrið dræpist, það svo látið berjast um í hrikalegu þjáningar- og kvalarkasti jafnvel klukkutímum saman, þar til að greyið væri skotið aftur, nú í háls, þannig, að slagæð springi og blessað dýrið loks dræpist, þætti þér það í lagi? Ef Afríkumenn keyrðu um á skutultrukkum, skytu fíla í afturmjöðm, án þess að drepa, og drægju svo dýrin öskrandi af kvölum, um holt og hæðir, í fimmtán mínútur, hálftíma, eða, kannske, tvo tíma, þegar dýrið væri skotið aftur, nú kannske á hjartasvæði, þannig, að það dræpist loks, þætti þér það í lagi? Það er á þennan hátt, sem langreyðarnar við Ísland eru meðal annars drepnar. Þær eru spendýr, nákvæmlega eins og hin spendýrin, með sömu vídd skyns og dýpt tilfinninga og þau. Lög um aflífun dýra 2013 voru lög nr. 55/2013 sett um velferð dýra. Merkileg lög og góð, og þeim, sem að stóðu, til sóma. Svandís Svavarsdóttir virðist eiga heiðurinn af þessari góðu lagasetningu, en hún vitnaði í hana nýlega í grein í blaðinu. Í 21. gr. laganna er skýrt og afdráttarlaust ákvæði um aflífun dýra, sem hljóðar svo: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“. Skýrara getur þetta ákvæði ekki verið. Skýrsla dr. Egil Ole Öen Fiskistofa fékk dr. Egil Ole Öen, dýralækni/sjávarlíffræðing, til að fylgjast með langreyðaveiðum sumarið 2014. Náði eftirlitið til drápsins á 50 langreyðum. 8 þessara dýra drápust ekki við fyrsta skot. Þurfti að skjóta þau tvisvar. Þar sem 6-8 mínútur tekur að hlaða skutulbyssu, reif stálkrókur skutuls hold og líffæri dýranna, auðvitað með hrikalegu kvalræði fyrir dýrin, að meðaltali í 8 mínútur, þar til „náðarskotið“ kom. Engum blöðum er um það að fletta, að með þessum veiðum var 21. gr. laga númer 55/2013 þverbrotin. Dr. Egil Ole lagði fram skýrslu sína í febrúar 2015. Eftir það mátti sjávarútvegsráðherrum hvers tíma vera fullkomlega ljóst, að langreyðaveiðar stæðust ekki lög landsins um aflífun dýra. Hverjir hafa sjávarútvegsráðherrarnir verið? 23.05.2013 til 07.04.2016 var Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Hann fékk því skýrslu dr. Egil Ole í hendur og hefði átt að gera eitthvað með hana. Gerði það þó ekki, lét þar með lögbrotið halda áfram, enda ekki þekktur fyrir stuðning, hvað þá frumkvæði, í dýraverndarmálum. Síðan kom Gunnar Bragi Sveinsson, frá 08.04.2016 til 11.01.2017. Ekki reyndust meiri burðir i honum í þessum málum. 11.01.2017 tók Þorgerður Katrín við keflinu. Þar var loks kominn ráðherra, sem vildi taka á þessum málum, og friðaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum, sem leiddi til þess, að þær lögðust af. Lengra komast Þorgerður Katrín ekki, þar sem Björt framtíð spillti þessu stjórnarsamstarfi með upphlaupi í nóvember sama ár. 30.11.2017 tók svo Kristján Þór Júlíusson við, fram til 28.11.2021. Hafi Kristján Loftsson nokkurn tíma átt hauk í horni í sjávarútvegsráðuneytinu, þá var nafni hans Þór. Hann veitti Hval umfangsmesta langreyðaveiðileyfi allra tíma, en alls mátti drepa 1.045 dýr á veiðitímbilinu 2019-2023. Þessi ráðherra var lítið fyrir að skoða lög um velferð dýra, en það sannaðist líka á ýmsum öðrum sviðum. Framganga núverandi ráðherra Sjávarútvegsráðherra frá 01.12.2021 er fyrrnefnd Svandís Svavarsdóttir, sem einmitt stóð að lagasetningunni, sem kveður á um, að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Og, hvað gerði hún!? Til að byrja með, ekkert. Lét einfaldlega brotin á eigin lagasetningu ganga áfram í fyrra, og dýr drepin áfram með sama hætti, sum greinilega með sama eða jafnvel meira kvalræði og hörmungum en fram kom í skýrslu dr. Egil Ole frá 2014. Á þessu ári vill hún láta áhafnarmeðlim taka upp veiðarnar á myndband, þannig, að sjá megi, segir hún, hvort aflífun samræmist lögum, en, hún leiðir þá hjá sér skýrslu dr. Egil Ole, sem einmitt sýnir og sannar, með skýrum og afdráttarlausum hætti, að svo er ekki, hvað þá ef litið er til nýrrar kolsvartar skýslu MAST frá í gær. Nú skal Svandísi og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur reyna Það kemur fram á næstu dögum, hversu mikið er á Svandísi Svavarsdóttur að treysta. Aftur hefur hún fengið í hendur ný ítarleg gögn, gögn, sem sýna ótvírætt, að hvalir hafa verið tví- eða margskotnir í fyrra og lög Svandísar sjálfrar um aflífun dýra þver- pg margbrotin. Manndómur og heilindi Svandísar, og reyndar Vinstri grænna allra, svo og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, Bjarni Bendediktsson og Sigurður Ingi auðvitað meðtaldir, er nú undir. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Dýraheilbrigði Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru. Svo er þó ekki. Allar, sem vita hafa viljað, hafa vitað sannleikann um þetta mál lengi, en falið það, að því er virðist mest af undirlægjuhætti við Kristján Loftsson/Hval hf, en Sjálfstæðisflokkurinn, Bjarni Benediktsson og fjölskylda, hefur löngum stutt hann með ráði og dáð - og, mögulega, hefur D fengið eitthvað fyrir, að leyfa óheft níðið - ekki hefur Sigurður Ingi og Framsókn heldur lagt stein í götu Kristjáns, heldur líka stutt hann dyggilega, kannske líka gegn sporslu fyrir B, og Katrín, Svandís og Guðmundur Ingi, sem þóttust vera dýravinir og standa gegn hvalveiðum, hafa nú í sex ár leitt eða tekið ómældan þátt í skrælingshættinum, beint og óbeint, reyndrar ekki í orði, en óheft á borði, sem er því miður þeirra háttur. Auðvitað kemur hér tilfinningaleysi (mannvonska?), gagnvart dýrum og lífríki, líka til. Af þessu gefna tilefni, vil ég rifja upp minn málflutning um akkúrat sama málið frá í fyrra sumar. 2022. Þá hafði Guðni Einarsson, blaðamaður, og, að því er virtist, blaðafulltrúi Kristjáns Loftssonar, skrifað frétt um hvalveiðar Hvals hf. Hann fjallaði þar mest um efnahagslega hlið veiðanna, sem hann reyndi eftir föngum að útfæra Hval í vil, fegra, með vafasömum rökum og hagræðingu staðreynda. Ég vildi þá leggja áherzlu á aðra og veigameiri hlið hvalveiða. Það hrikalega dýraníð, sem þær byggja á, og þau skýru lögbrot, sem með þeim eru framin. Vil ég gera það aftur hér og nú: Fyrst 3 spurningar til lesenda: Ef hestur væri aflífaður með þeim hætti, að fyrst væri hann skotinn í kvið, án þess að drepast, hann svo látinn engjast og kveljast ekki bara mínútum saman, heldur klukkutímunum saman, þar til hann væri skotinn aftur, nú kannske á lungna- eða hjarta svæði, þannig að hann dræpist loksins, findist þér það í lagi? Ef kýr væri fyrst skotin í herðakamb, þannig að beinabygging þar rústaðist, án þess að dýrið dræpist, það svo látið berjast um í hrikalegu þjáningar- og kvalarkasti jafnvel klukkutímum saman, þar til að greyið væri skotið aftur, nú í háls, þannig, að slagæð springi og blessað dýrið loks dræpist, þætti þér það í lagi? Ef Afríkumenn keyrðu um á skutultrukkum, skytu fíla í afturmjöðm, án þess að drepa, og drægju svo dýrin öskrandi af kvölum, um holt og hæðir, í fimmtán mínútur, hálftíma, eða, kannske, tvo tíma, þegar dýrið væri skotið aftur, nú kannske á hjartasvæði, þannig, að það dræpist loks, þætti þér það í lagi? Það er á þennan hátt, sem langreyðarnar við Ísland eru meðal annars drepnar. Þær eru spendýr, nákvæmlega eins og hin spendýrin, með sömu vídd skyns og dýpt tilfinninga og þau. Lög um aflífun dýra 2013 voru lög nr. 55/2013 sett um velferð dýra. Merkileg lög og góð, og þeim, sem að stóðu, til sóma. Svandís Svavarsdóttir virðist eiga heiðurinn af þessari góðu lagasetningu, en hún vitnaði í hana nýlega í grein í blaðinu. Í 21. gr. laganna er skýrt og afdráttarlaust ákvæði um aflífun dýra, sem hljóðar svo: „Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti“. Skýrara getur þetta ákvæði ekki verið. Skýrsla dr. Egil Ole Öen Fiskistofa fékk dr. Egil Ole Öen, dýralækni/sjávarlíffræðing, til að fylgjast með langreyðaveiðum sumarið 2014. Náði eftirlitið til drápsins á 50 langreyðum. 8 þessara dýra drápust ekki við fyrsta skot. Þurfti að skjóta þau tvisvar. Þar sem 6-8 mínútur tekur að hlaða skutulbyssu, reif stálkrókur skutuls hold og líffæri dýranna, auðvitað með hrikalegu kvalræði fyrir dýrin, að meðaltali í 8 mínútur, þar til „náðarskotið“ kom. Engum blöðum er um það að fletta, að með þessum veiðum var 21. gr. laga númer 55/2013 þverbrotin. Dr. Egil Ole lagði fram skýrslu sína í febrúar 2015. Eftir það mátti sjávarútvegsráðherrum hvers tíma vera fullkomlega ljóst, að langreyðaveiðar stæðust ekki lög landsins um aflífun dýra. Hverjir hafa sjávarútvegsráðherrarnir verið? 23.05.2013 til 07.04.2016 var Sigurður Ingi sjávarútvegsráðherra. Hann fékk því skýrslu dr. Egil Ole í hendur og hefði átt að gera eitthvað með hana. Gerði það þó ekki, lét þar með lögbrotið halda áfram, enda ekki þekktur fyrir stuðning, hvað þá frumkvæði, í dýraverndarmálum. Síðan kom Gunnar Bragi Sveinsson, frá 08.04.2016 til 11.01.2017. Ekki reyndust meiri burðir i honum í þessum málum. 11.01.2017 tók Þorgerður Katrín við keflinu. Þar var loks kominn ráðherra, sem vildi taka á þessum málum, og friðaði Faxaflóa fyrir hrefnuveiðum, sem leiddi til þess, að þær lögðust af. Lengra komast Þorgerður Katrín ekki, þar sem Björt framtíð spillti þessu stjórnarsamstarfi með upphlaupi í nóvember sama ár. 30.11.2017 tók svo Kristján Þór Júlíusson við, fram til 28.11.2021. Hafi Kristján Loftsson nokkurn tíma átt hauk í horni í sjávarútvegsráðuneytinu, þá var nafni hans Þór. Hann veitti Hval umfangsmesta langreyðaveiðileyfi allra tíma, en alls mátti drepa 1.045 dýr á veiðitímbilinu 2019-2023. Þessi ráðherra var lítið fyrir að skoða lög um velferð dýra, en það sannaðist líka á ýmsum öðrum sviðum. Framganga núverandi ráðherra Sjávarútvegsráðherra frá 01.12.2021 er fyrrnefnd Svandís Svavarsdóttir, sem einmitt stóð að lagasetningunni, sem kveður á um, að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti. Og, hvað gerði hún!? Til að byrja með, ekkert. Lét einfaldlega brotin á eigin lagasetningu ganga áfram í fyrra, og dýr drepin áfram með sama hætti, sum greinilega með sama eða jafnvel meira kvalræði og hörmungum en fram kom í skýrslu dr. Egil Ole frá 2014. Á þessu ári vill hún láta áhafnarmeðlim taka upp veiðarnar á myndband, þannig, að sjá megi, segir hún, hvort aflífun samræmist lögum, en, hún leiðir þá hjá sér skýrslu dr. Egil Ole, sem einmitt sýnir og sannar, með skýrum og afdráttarlausum hætti, að svo er ekki, hvað þá ef litið er til nýrrar kolsvartar skýslu MAST frá í gær. Nú skal Svandísi og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur reyna Það kemur fram á næstu dögum, hversu mikið er á Svandísi Svavarsdóttur að treysta. Aftur hefur hún fengið í hendur ný ítarleg gögn, gögn, sem sýna ótvírætt, að hvalir hafa verið tví- eða margskotnir í fyrra og lög Svandísar sjálfrar um aflífun dýra þver- pg margbrotin. Manndómur og heilindi Svandísar, og reyndar Vinstri grænna allra, svo og ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, Bjarni Bendediktsson og Sigurður Ingi auðvitað meðtaldir, er nú undir. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, samtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun