Teddi og Þorgerður Katrín þjáningarsystkini: Yrði eitt af kraftaverkum Jesú Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2023 12:01 Phil Döhler þarf að eiga góðan leik í kvöld ætli FH ekki að fara í sumarfrí. Vísir/Hulda Margrét Útlitið er ekki allt of gott fyrir FH-inga í undanúrslitaeinvígi þeirra á móti ÍBV en þeir spila upp á líf eða dauða í kvöld. Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan. Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar ræddi einvígi FH og ÍBV í Handkastinu en þriðji leikur liðsins fer fram í Kaplakrika klukkan 19.00 í kvöld. Leikurinn verða að sjálfsögðu sýndur í beinni á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 18.30. Arnar Daði Arnarsson hringdi í Tedda Ponzu, sem var að klára ræktina, en var hann búinn að jafna sig eftir klúður FH í öðrum leiknum í Eyjum? FH var með átta marka forskot í seinni hálfleik en Eyjamenn átu það upp og unnu síðan í framlengingu. „Ég var að jafna mig. Ég var enn þá reiður í gær en ég var einmitt að ræða þetta við Þorgerði Katrínu í ræktinni í morgun og við vorum svona þjáningarsystkini með þetta allt saman. Hún sagðist vera búin að jafna sig en þetta er að koma,“ sagði Theódór Ingi Pálmason í Handkastinu. „Ég var lengi að jafna mig en þetta var rosalegt. Þetta var engum að kenna nema þeim sjálfum,“ sagði Theódór Ingi. Lestarslys í hægri endursýningu „Miðað við það hvernig þessi leikur var að þróast þá var ekkert sem benti til þess að það væri einhver endurkoma í kortunum hjá ÍBV. Að því sögðu þá er þetta ÍBV í Vestmannaeyjum. Um leið og þetta var komið niður í þrjú mörk þá var þetta eins og að horfa á lestarslys í hægri endursýningu,“ sagði Theódór. „Þú vissir hvað var að fara að gerast en samt trúðir því ekki. Innst inni vissir þú nákvæmlega hvað væri að fara að gerast. Það er eiginlega bara afrek hvernig þeim tókst að klúðra þessu niður á svona stuttum tíma. Þeir lentu bara í þessari Eyjaþeytivindu sem maður hefur séð svo margoft áður og lent í sjálfur sem leikmaður. Það er hræðileg tilfinning þegar þú finnur að ÍBV er komið með blóð á tennurnar og stúkan með þeim. Menn verða bara litlir í sér,“ sagði Theódór sem er harður FH-ingur en hvernig lítur hann á stöðu FH sem er nú 2-0 undir og einu tapi frá sumarfríi. Yrði eitt af kraftaverkum Jesú „Það yrði eitt af kraftaverkum Jesú ef FH nær að snúa þessu við. Þetta er eiginlega sorglegt að staðan sé 2-0 fyrir ÍBV því mér finnst FH vera búið að ‚matcha' mjög vel við þetta ÍBV lið og betur en ég gerði ráð fyrir fyrir fram. Leikur eitt er lengi vel í járnum. Það er einhver þriggja, fjögurra mínútna kafli sem kveikir í leiknum fyrir FH þar og svo eru þeir miklu betri í þessum leik á sunnudaginn en ná að grýta þessu frá sér,“ sagði Theódór Ingi. Það má heyra frekari pælingar Theódórs um einvígið með því að hlusta á Handkastið hér fyrir neðan.
Olís-deild karla ÍBV FH Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira