Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2023 12:23 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingflokksformaður Viðreisnar undrast að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hafi horfið frá hugmyndafræðinni um að verja eignarréttinn. Vísir/Sara Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. ÍL sjóður var stofnaður árið 2019 til að taka yfir skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart skuldabréfaeigendum með kröfur á sjóðinn. Í skýrslu um stöðu sjóðsins sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á Alþingi í október kemur fram að ÍL-sjóður muni fyrirsjáanlega ekki geta staðið undir öllum skuldbindingum sínum á gjalddaga og sé því í reynd orðinn ógjaldfær. Fjármálaráðherra boðaði samningaviðræður við lífeyrissjóðina um uppgjör sjóðsins við þá en ef viðræðurnar skiluðu ekki árangri myndi hann leggja fram frumvarp um slit sjóðsins. Viðræður hafa ekki skilað árangri. Bjarni hefur síðan birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að lögin ættu að tryggja að langtíma fjárfestar hefðu góða möguleika á að verða jafn eða betur settir miðað við einfalda ríkisábyrgð sem kveðið væri á um í skilmálum skuldabréfanna. Einnig að komið yrði í veg fyrir að vegna aðgerðaleysis stjórnvalda myndist án lagastoðar gríðarlegar viðbótarskuldbindingar sem kröfur á ríkissjóð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur sérstaka umræðu um málið þar sem fjármálaráðherra verður til svara á Alþingi eftir hádegi. Hún segir fjármálaráðherra með þessu vera að rétta af bókhald ríkissjóðs á kostnað almennings. Líklega brot á eignarrétti „Þarna er að öllum líkindum verið að brjóta gegn eignavörðum réttinidum fólks,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þá væri pólitískt forvitnilegt að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði ekki að standa vörð um eignaréttinn. Lífeyrissjóðirnir hefðu einnig boðað dómsmál fari ráðherra fram með frumvarp. „Það er auðvitað mjög hættulegt fyrir allt íslenskt viðskiptalíf í landinu. Að vera með málaferli sem snúast um það hvort íslenskra ríkið standi við gerða samninga. Hvort íslenska ríkið sé tilbúið að fara út í það að breyta gerðum samningum með lögum,“ segir þingmaður Viðreisnar. Það muni hafa áhrif á traust og trúverðugleika íslenska ríkisins í öllum viðskipum. Full ástæða væri til að reyna samningaleiðina enda miklir hagsmunir í húfi. Ráðherra hafi hins vegarfarið í þær viðræður með hótun um lagasetningu næði hann ekki markmiðum sínum. Er hann ekki að gegna skyldu sinni sem fjármálaráðherra og gæta hagsmuna ríkissjóðs? „Fjármálaráðherra sem gegnir hagsmunum ríkissjóðs með þeim hætti að rústa trúverðugleika íslenska ríkisins í öllum samningum; það er stórkostlega hættulegt fordæmi sem þar er verið að setja,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Umræðan á Alþingi hefst um klukkan 15:30. Alþingi ÍL-sjóður Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóðirnir segja „döpur tilþrif“ koma niður á framtíðarverkefnum Landssamtök lífeyrissjóða segja að litið verði til þess hvernig stjórnvöld leysa vanda ÍL-sjóðs þegar kemur að langtímafjármögnun verkefna í framtíðinni og að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þráfaldlega spurt fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða um líklegar lyktir málsins. 9. maí 2023 13:01 Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður. 2. maí 2023 07:01 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
ÍL sjóður var stofnaður árið 2019 til að taka yfir skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart skuldabréfaeigendum með kröfur á sjóðinn. Í skýrslu um stöðu sjóðsins sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á Alþingi í október kemur fram að ÍL-sjóður muni fyrirsjáanlega ekki geta staðið undir öllum skuldbindingum sínum á gjalddaga og sé því í reynd orðinn ógjaldfær. Fjármálaráðherra boðaði samningaviðræður við lífeyrissjóðina um uppgjör sjóðsins við þá en ef viðræðurnar skiluðu ekki árangri myndi hann leggja fram frumvarp um slit sjóðsins. Viðræður hafa ekki skilað árangri. Bjarni hefur síðan birt áform um lagasetningu í samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir að lögin ættu að tryggja að langtíma fjárfestar hefðu góða möguleika á að verða jafn eða betur settir miðað við einfalda ríkisábyrgð sem kveðið væri á um í skilmálum skuldabréfanna. Einnig að komið yrði í veg fyrir að vegna aðgerðaleysis stjórnvalda myndist án lagastoðar gríðarlegar viðbótarskuldbindingar sem kröfur á ríkissjóð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur sérstaka umræðu um málið þar sem fjármálaráðherra verður til svara á Alþingi eftir hádegi. Hún segir fjármálaráðherra með þessu vera að rétta af bókhald ríkissjóðs á kostnað almennings. Líklega brot á eignarrétti „Þarna er að öllum líkindum verið að brjóta gegn eignavörðum réttinidum fólks,“ segir Þorbjörg Sigríður. Þá væri pólitískt forvitnilegt að sjá að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði ekki að standa vörð um eignaréttinn. Lífeyrissjóðirnir hefðu einnig boðað dómsmál fari ráðherra fram með frumvarp. „Það er auðvitað mjög hættulegt fyrir allt íslenskt viðskiptalíf í landinu. Að vera með málaferli sem snúast um það hvort íslenskra ríkið standi við gerða samninga. Hvort íslenska ríkið sé tilbúið að fara út í það að breyta gerðum samningum með lögum,“ segir þingmaður Viðreisnar. Það muni hafa áhrif á traust og trúverðugleika íslenska ríkisins í öllum viðskipum. Full ástæða væri til að reyna samningaleiðina enda miklir hagsmunir í húfi. Ráðherra hafi hins vegarfarið í þær viðræður með hótun um lagasetningu næði hann ekki markmiðum sínum. Er hann ekki að gegna skyldu sinni sem fjármálaráðherra og gæta hagsmuna ríkissjóðs? „Fjármálaráðherra sem gegnir hagsmunum ríkissjóðs með þeim hætti að rústa trúverðugleika íslenska ríkisins í öllum samningum; það er stórkostlega hættulegt fordæmi sem þar er verið að setja,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Umræðan á Alþingi hefst um klukkan 15:30.
Alþingi ÍL-sjóður Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóðirnir segja „döpur tilþrif“ koma niður á framtíðarverkefnum Landssamtök lífeyrissjóða segja að litið verði til þess hvernig stjórnvöld leysa vanda ÍL-sjóðs þegar kemur að langtímafjármögnun verkefna í framtíðinni og að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þráfaldlega spurt fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða um líklegar lyktir málsins. 9. maí 2023 13:01 Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður. 2. maí 2023 07:01 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjóðirnir segja „döpur tilþrif“ koma niður á framtíðarverkefnum Landssamtök lífeyrissjóða segja að litið verði til þess hvernig stjórnvöld leysa vanda ÍL-sjóðs þegar kemur að langtímafjármögnun verkefna í framtíðinni og að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi þráfaldlega spurt fulltrúa íslenskra lífeyrissjóða um líklegar lyktir málsins. 9. maí 2023 13:01
Sakar stjórnvöld um að tefla trúverðugleika ábyrgðar ríkisins í tvísýnu Með áformum sínum um að boða slit á uppgjöri ÍL-sjóðs með lagasetningu hafa íslensk stjórnvöld skapað óvissu sem á eftir að hafa „neikvæð áhrif á mun fleiri verkefni“ en sem snúa að gamla Íbúðalánasjóði, fullyrðir framkvæmdastjóri Gildis. Að sögn ráðgjafa lífeyrissjóðanna eru engin dæmi um sambærilegar aðgerðir meðal annarra Evrópuríkja nema þar sem um hefur verið að ræða neyðaraðstæður. 2. maí 2023 07:01
Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20