„Menn langar að svara fyrir þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 10. maí 2023 14:30 Ásbjörn Friðriksson fagnar einu af tólf mörkum sínum fyrir FH í Kaplakrika í fyrsta leik gegn ÍBV. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Við vitum alveg hvaða þýðingu þessi leikur hefur. Við erum klárir með gott leikplan og getum bara hugsað um einn leik í einu. Við verðum klárir þegar það verður flautað til leiks í kvöld,“ segir Ásbjörn Friðriksson, spilandi aðstoðarþjálfari FH en leiktíðinni gæti mögulega lokið hjá liðinu í kvöld. FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
FH-ingar taka á móti ÍBV í þriðja leik í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta og hefst leikurinn klukkan 19, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. ÍBV hefur unnið báða leikina til þessa eftir hreint ótrúlegan endasprett í Eyjum í síðasta leik, þar sem FH hafði til að mynda komist í 20-12 en tapaði svo í framlengingu. „Menn langar að svara fyrir þetta,“ segir Ásbjörn en hann telur FH-inga búna að hrista af sér svekkelsið sem fylgdi tapinu á sunnudaginn. „Já, menn eru búnir að því. Við höfum engra aðra kosta völ en að hrista þetta af okkur. Þetta var svekkjandi leikur en við fókuseruðum strax, þegar við vorum komnir heim um kvöldið, á næsta verkefni. Við vitum að við getum ekki látið þetta sitja í okkur í kvöld. Við fórum aðeins yfir málin og hittumst líka á mánudaginn til að ræða hvað mætti betur fara og hvað var vel gert. Sem betur fer var mikið meira í þessum leik sem við gerðum vel heldur en illa. Það sem við gerðum illa kom á slæmum tíma,“ segir Ásbjörn. FH-ingar hafa þurft í tvígang að horfa upp á Eyjamenn fagna sigri, og mega ekki við því að tapa einu sinni enn því þá eru þeir farnir í sumarfrí.VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Góðir í því í vetur að leiðrétta okkur“ FH tapaði 31-27 á heimavelli í fyrsta leik einvígisins þar sem Ásbjörn var langmarkahæstur hjá FH með 12 mörk, þar af átta úr vítum. Hann var einnig markahæstur í Eyjum með 11 mörk, þar af fimm úr vítum en eins og fyrr segir dugði það ekki til í hádramatískum leik. „Við fórum yfir þetta í rólegheitum og vitum hvað býr í liðinu okkar. Við vitum líka að við fáum góðan stuðning á heimavelli frá FH-ingum sem hafa stutt okkur mjög vel í vetur, og hlökkum bara til að takast á við leik kvöldsins,“ segir Ásbjörn og bætir við: „Við höfum verið góðir í því í vetur að leiðrétta okkur, ef eitthvað má betur fara á milli leikja. Liðið hefur sem heild lært mikið í vetur og við teljum okkur vera búna að fara yfir þá hluti sem þurfti að lagfæra til að vinna Eyjamennina í kvöld. Nú er það bara okkar leikmanna að fara inn á völlinn og spila okkar leik, berjast saman sem ein heild.“ Leikur FH og ÍBV hefst klukkan 19 á Stöð 2 Sport en bein útsending úr Kaplakrika hefst hálftíma fyrr. Vinni ÍBV er einvíginu lokið en vinni FH mætast liðin í fjórða sinn í Eyjum á laugardag. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH ÍBV Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti