Lesum fyrir börnin okkar Sverrir Norland skrifar 10. maí 2023 14:30 Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Bókmenntir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá. Ég er einn þeirra sem er alltaf með áhyggjur af öllu, heiminn á herðum mér, og hausinn tók strax að hringsnúast: Er athyglisbresturinn virkilega orðinn svo skæður strax í leikskólanum? Bæði börnin okkar dá og dýrka að láta lesa fyrir sig og hafa alltaf gert. Hvaða barn gerir það ekki? Að eiga nána stund með foreldrum sínum og hafa þá alveg fyrir sig, mömmu eða pabba – að hlusta á sögur, fræðast um heiminn, spjalla á innilegum nótum. Þetta er það sem menn gera, og hafa alltaf gert, saman. Þannig tengist fólk tilfinningaböndum. Jú, auðvitað væri nokkuð til í því, sagði deildarstjórinn en vandinn nú á dögum lægi ekki síður hjá foreldrunum en börnunum. Mikið álag væri á pabba og mömmu, þau væru þreytt, margt fólk þyrfti að djöflast í vinnu langt umfram venjulegan vinnudag og þá væri freistandi að henda börnunum bara ofan í YouTube-gryfjuna. Geyma þau í klóm algóritmans sem aldrei sefur. Og ekki nóg með það, sagði deildarstjórinn, vandinn væri enn flóknari. Margir foreldrar virtust hreinlega óttast börnin sín. Þau þættust handviss um að börnunum tæki strax að leiðast ef þau reyndu að lesa með þeim bók – að börnin vildu í raun ekki eiga þessa stund með pabba og mömmu heldur þræðu frekar að starfsfólk efnispalla hefði ofan af fyrir þeim með ávanabindandi sælu skjásins. Loks hræddust foreldrarnir sömuleiðis að það yrði einhvern veginn of yfirþyrmandi, tilfinningalega, að eiga lestrarstund saman, bara tvö. Tvær manneskjur, saman. Ógnvekjandi! Ertu ekki að grínast? spurði ég. Nei, deildarstjóranum væri fúlasta alvara. Margir foreldrar virtust telja að börn þeirra langaði heitast að sökkva niður í sjónvarpsþáttakviksyndið og slökkva á sjálfum sér. Alltaf. En börn vita oft alls ekki hvað þau vilja? sagði ég. Og í auknum mæli vita foreldrar þeirra það ekki heldur, sagði deildarstjórinn. Er það satt? Vitum við það ekki öll? Börn þrá nánd og samskipti. Það er fínt að horfa líka á sjónvarp, þannig efla þau til dæmis orðaforðann (vonandi ekki bara á ensku), uppgötva nýjar hliðar á heiminum og smitast af sagnagleði – og slappa af. Sjálfur hef ég innbyrt svo stóran skammt af sjónvarpsefni að ég gæti knúið með honum litla geimflaug. En þroskinn er einnig oft í biðstöðu á meðan börnin horfa á sjónvarpsefni (eða spila tölvuleiki). Sá sem nýtur ekki nándar með öðrum og lærir seint að tjá líðan sína með markvissara móti en öskrum og gráti getur hæglega strandað tilfinningalega. Og barn, sem fær ekki að eiga nánar stundir með foreldrum sínum eða nánustu ættingjum, hvort sem það er lestrarstund eða aðeins spjall undir fjögur augu, fer á mis við eitthvað stórfenglegt – og lífsnauðsynlegt. Kæru vinir, tölum við börnin okkar. Böðum þau upp úr orðum. Játum okkur ekki sigruð gagnvart fyrirtækjunum sem keppast stöðugt um athygli okkar. Athygli er áburður sem fær fólk til að blómstra. Athygli er ást. Nýtum hana þannig. Lesum fyrir börnin okkar. (Og okkur sjálf.) Höfundur er rithöfundur, útgefandi og fyrirlesari.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun