Ísland í krefjandi riðli á EM 2024 í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:28 Strákarnir okkar. Vísir/Vilhelm Dregið var í riðla fyrir Evrópumótið í handbolta 2024 í Dusseldorf í Þýskalandi í dag. Lentu Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu í riðli með Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi. Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
Drátturinn fór fram við hátíðlega athöfn í Dusseldorf í Þýskalandi en þar mun opnunarleikur mótsins á milli Þýskalands og Sviss fara fram þann 10.janúar 2024. Íslenska landsliðið mun mæta afar kunnuglegum andlitum í leiknum gegn Ungverjalandi en leiðir þessara þjóða hafa oft legið saman á stórmótum undanfarið. Ungverjar hrósuðu sigri í síðasta leik liðanna á HM í upphafi þessa árs. Þá drógust nágrannaþjóðirnar Serbía og Svartfjallaland einnig í riðil Íslands og Ungverjalands. Fyrsti leikur Íslands á mótinu verður gegn Serbum þann 12. janúar á næsta ári. Tveimur dögum síðar mætir liðið Svartfjallalandi. Lokaleikur Strákanna okkar í riðlakeppninni er síðan gegn Ungverjalandi þann 16. janúar. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér sæti í milliriðlum. Leikir Íslands í riðlakeppninni fara allir fram í Ólympíuhöllinni í Munchen. Riðlarnir á EM 2024 í Þýskalandi: A-riðill: Frakkland, Þýskaland, N-Makedónía, SvissB-riðill: Spánn, Króatía, Austurríki, RúmeníaC-riðill: Ísland, Ungverjaland, Serbía, SvartfjallalandD-riðill: Noregur, Slóvenía, Pólland, FæreyjarE-riðill: Svíþjóð, Holland, Bosnía, GeorgíaF-riðill: Danmörk, Portúgal, Tékkland, Grikkland Óvíst hver stýrir liðinu Ekki er komið á hreint hver landsliðsþjálfari Íslands verður á komandi Evrópumóti. Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara en samstarf HSÍ við Guðmund Guðmundsson lauk þann 21. febrúar fyrr á þessu ári. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira