„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2023 23:01 Björgvin Páll hefur mætt Ungverjalandi oftar en góðu hófi gegnir. Vísir/Vilhelm „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan. Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Fyrr í dag komu riðlar mótsins í ljós og mun Ísland leika í C-riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi. Björgvin Páll segir íslenska liðið ekki smeykt við neitt lið og reiknar með því að það verði mikið af fólki og mikil læti. „Lið sem við þekkjum vel frá síðustu mótum. Í svona móti er enginn draumariðill en ég held að dauðariðill sé aldrei draumariðill.“ Ungverjaland er með okkur í riðli en flestir Íslendingar vilja gleyma leiknum við Ungverjaland á HM í janúar fyrr á þessu ári. „Held ég hafi spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi þannig það er alltaf gaman. Geggjuð þjóð að mæta og við höfum barist í gegnum árin. Verðugur andstæðingur og það sem er mest spennandi í þessu að öll liðin eru svipað góð eða aðeins fyrir neðan okkur.“ „Við teljum okkur vera með besta liðið þarna og þá getum við ekki verið að kvarta yfir einhverjum mótherjum. Hvað þá á EM sem er sterkasta mótið, við erum klárir í allt.“ „Klárlega, þeir hefndu fyrir tapið þar á undan á móti okkur þannig eigum við ekki að segja að við skiptumst bara á,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort Ísland ætlaði sér ekki að hefna fyrir tapið á HM. Ólympíu-umspil í húfi Ef rýnt er í kristalkúluna og horft er fram veginn á mótinu þá bíður ógnarsterkur milliriðill Íslands. Þar verða að öllum líkindum þjóðir á borð við Frakkland, Króatía, Spánn og þar fram eftir götunum. „Við teljum okkur það góða að við getum alveg staðið í þessum liðum. Erum ekkert litlir í okkur, viljum vera topp 10 í heiminum hverju sinni og reynum alltaf að fara sem lengst á stórmótum. Það sem er öðruvísi við þetta mót er að það er Ólympíu-umspil í húfi líka.“ Klippa: Björgvin Páll um riðil Íslands á EM 2024 Ekki enn búið að ráða þjálfara „Skrítin staða en auðvitað er langt í mót, átta mánuðir frá deginum í dag í fyrsta leik. Maður er mjög spenntur að mæta á æfingu á morgun fyrir bæði Val og einnig fyrir landsliðið því maður í þessu sporti - og hefur verið – fyrir akkúrat þessi móment.“ Viðtalið við Björgvin Pál má sjá í heild sinni hér að ofan.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira