Skilur borgarstjóri ekki rekstur Reykjavíkurborgar? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. maí 2023 09:02 Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum. Verðbreytingar hafi hækkað lán borgarinnar um sex milljarða. En á sama tíma jukust tekjur (aðallega skatttekjur) borgarsjóðs um tæpa 14 milljarða. Við þetta má bæta að vísitöluhækkun á lánum kemur ekki til greiðslu fyrr en síðar. Að sjálfsögðu þarf engin lán að taka til að standa undir verðbótum á lán. Lántaka borgarinnar skýrist því auðvitað af allt öðru. Borgarstjóri er reyndar svo djarfur að hann telur fjárhagsstöðu borgarinnar miklu betri en stöðu ríkisins ef rétt er skilið. Ef hann ætti skilinn brottrekstur, ætti Bjarni Benediktsson það miklu fremur að hans mati! Útlit er fyrir að tekjur verði um 24 milljarðar umfram útgjöld ríkissjóðs í ár að frátöldum vaxtatekjum- og gjöldum og því verði svonefndur frumjöfnuður jákvæður sem því nemur. Borgarsjóður Reykjavíkurborgar tekur lán til að standa undir rekstrargjöldum; til að geta borgað laun og önnur útgjöld. Samkvæmt bráðabirgðauppgjörinu batnaði frumjöfnuður ríkissjóðs milli áranna 2021 og 2022. Hjá borginni versnar staðan jafnt og þétt, áætlanir reynast kolrangar og afkoman allt önnur en ætlað var. Hjá ríkinu standast áætlanir ekki heldur; en stóri munurinn er sá að staðan er þar miklu betri en áætlað hafi verið. Skilur borgarstjórinn ekki tölurnar og samhengi þeirra? Hann er ekki alveg reynslulaus. Eða reynir hann að blekkja almenning? Ég veit hreinlega ekki hvort er verra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar