Eiga sérstakan búnað til drónavarna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. maí 2023 14:15 Frá heimsókn Mike Pence til Íslands. Viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Vilhelm Gunnarsson Allt drónaflug verður bannað á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Brot geta varðað fimm ára fangelsi. „Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
„Allir drónar eða svokölluð flygildi verða bönnuð á þessu svæði,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra. Um er að ræða stórt svæði sem nær frá Keflavíkurflugvelli austur eftir Reykjanesbraut og yfir stóran hluta höfuðborgarsvæðisins. Þar með talið allt Seltjarnarnes og Reykjavík austur að Ártúnsbrekku en leiðtogafundurinn fer fram í Hörpu. Bannið er í gildi frá mánudeginum 15. maí klukkan 8:00 til fimmtudagsins 18. maí klukkan 12:00. Fundurinn er 16. til 17. maí. Drónar ekki skotnir niður Gunnar Hörður segir að búast megi við sérstöku drónaeftirliti á svæðinu. Öryggisgæsla er ástæðan fyrir banninu en flestir leiðtogar Evrópu verða samankomnir á litlum bletti. „Þetta er í takt við það sem er gert á Norðurlöndum og annars staðar í heiminum þegar haldnir eru sambærilegir fundir,“ segir Gunnar Hörður. Bannsvæðið er risastórt. Nær það yfir Keflavíkurflugvöll, Reykjanesbrautina og stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.Ríkislögreglustjóri Aðspurður um viðbrögð lögreglunnar komi dróni inn á svæðið segir Gunnar Hörður að hann verði ekki skotinn niður. „Við höfum ákveðinn búnað til drónavarna. Við förum ekki út í smáatriði um hvernig hann virkar,“ segir hann. Sektir og fimm ára fangelsi Viðurlögin eru hörð. Koma þau fram í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara frá árinu 2017. Segir þar í 21. grein að brjóti umráðandi gegn skilyrðum undanþágu eða leyfis sem Samgöngustofa hefur gefið út getur stofnunin afturkallað það. Gunnar Hörður segir að drónar verði ekki skotnir niður heldur eigi lögreglan sérstakan búnað til drónavarna.Ríkislögreglustjóri Þá getur Samgöngustofa lagt dagsektir eða févíti á brotlegan leyfishafa. Brot á ákvæðum reglugerðarinnar geta varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum samkvæmt lögum um loftferðir.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Öryggis- og varnarmál Reykjavík Tengdar fréttir Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Drónar bannaðir í miðbænum næstu daga Ríkislögreglustjóri hefur tilkynnt um bann við flugi dróna og fjarstýrðra loftfara við Reykjavíkurhöfn og í nálægð við skip NATO sem væntanleg eru hingað til lands 5. - 10. maí. 4. maí 2023 09:33