Tíð ritstjóraskipti á Vikunni eigi sér eðlilegar skýringar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 07:00 Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir segir breytt fjölmiðlaumhverfi og áskoranir í rekstri ráða miklu um nýlegar mannabreytingar á Vikunni. Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings útgáfufélags segir ekkert athugavert við mannabreytingar á ritstjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á umhverfi fjölmiðla undanfarið. Framkvæmdastjórinn vill ekki opinbera hver nýr ritstjóri sé, heldur gefa viðkomandi færi á að opinbera það sjálfur. Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11