Fyrsta fathöllin neitar að láta nota sig sem mátunarklefa Snorri Másson skrifar 13. maí 2023 09:00 Stofnendur Nebraska við Barónsstíg vilja blanda saman veitingastarfsemi og fataverslun og gera það af einstakri smekkvísi. Í Íslandi í dag er kíkt í heimsókn og litið á vandaða innréttingu og ýmsar forvitnilegar flíkur. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum. Mennirnir á bak við Nebraska eru Guðmundur Jörundsson, sem hefur um árabil stundað fatahönnun, einkum undir merkinu JÖR, sem naut mikilla vinsælda þar til það fór í þrot árið 2017. Svo er það Benedikt Andrason, sem hefur sjálfur stundað fatahönnun einkum undir merkjum CHILD, fatalínu sem var hleypt af stokkunum 2017. Þriðji stofnandinn, ekki á þessari mynd, er svo Kjartan Óli Guðmundsson vöruhönnuður og kokkur með talsverða reynslu í veitingabransanum.Vísir/Bjarni Nebraska er „fathöll“ eins og stofnendur lýsa í léttum dúr og henni er ætlað að vera hátísku- en um leið hversdagsleg fataverslun, um leið og boðið er upp á fulla þjónustu á veitingastað inni í búðinni. Að baki er mikill undirbúningsfasi hjá eigendunum og það hefur tekið mikið á að koma staðnum í sitt endanlega form. Guðmundur segir í viðtalinu að á tímum mikillar netverslunar sé það nauðsynlegt að gera verslun aftur skemmtilega. „Það er hugmyndin hér, að gera þetta aftur skemmtilegt. Besta leiðin til þess er að auðvitað að fá að drekka í sig kaupmátt,“ segir Guðmundur og vísar þar til þeirra úrvalsveiga sem eru á boðstólnum á barnum á Nebraska. Úrval klæðnaðar er nokkuð frábrugðið því sem má finna í öðrum verslunum í Reykjavík en þar er á ferð blanda af hversdagsklæðnaði og mjög framúrstefnulegri hátísku frá öllum heimshornum. Þá er fötum ekki kynjaskipt heldur allt haft í sama rekka. „Við höfum haft það sem okkar stefnu að velja okkar merki sérstaklega út frá þeirri stefnu að þau séu ekki á þessum helstu netverslunum erlendis. Við erum helst með „underground“ merki og þar með komum við líka í veg fyrir að fólk sé bara að nota búðina sem mátunarklefa eins og hefur verið að gerast á mjög mörgum stöðum. Við veljum síðan vörumerkin okkar alls staðar að úr heiminum, svolítið bara eins og á veitingastaðnum,“ segir Benedikt Andrason, einn stofnandinn. Á myndinni hér að neðan má sjá áhrif þess að gufustrauja eistneska úlpu sem er til sölu í Nebraska, en sérstaða úlpunnar er hitanæmt ytra byrði hennar. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér efst til að sjá áhrifin. „Kvíðasjúklingaúlpan“Vísir/Bjarni
Matur Tíska og hönnun Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02