Skipanir Karls Gauta og Gríms án hæfisnefndar óvanalegar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. maí 2023 07:01 Skipað hefur verið í tólf lögreglustjóraembætti á undanförnum fimm árum. Í tvö skipti hefur verið skipað án hæfisnefndar. Vilhelm Gunnarsson Aðeins í tvígang á fimm árum hefur verið skipað í stöðu lögreglustjóra án þess að hæfisnefnd hafi verið skipuð. Í annað skiptið var Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, skipaður sem lögreglustjóri Vestmannaeyja. Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta. Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Frá byrjun árs 2017 hefur tólf sinnum verið skipað í lögreglustjórastöður. Það er á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi, Vestmannaeyjum í þrígang, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra, Austurlandi og staða ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu. Í öll skiptin nema tvö hefur verið stuðst við hæfisnefnd við skipun. Annars vegar var það skipun Karls Gauta Hjaltasonar sem lögreglustjóra Vestmannaeyja í lok mars á þessu ári. Hins vegar var það ráðning Gríms Hergeirssonar sem lögreglustjóra Suðurlands í janúar síðastliðnum, en hann var áður lögreglustjóri Vestmannaeyja. Umdeild skipun Skipun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra á Karli Gauta hefur verið umdeild og meðal annars verið gagnrýnd af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja. En hún var ein af þeim konum sem klúrt og óviðeigandi tal átti sér stað um á Klausturbar í nóvembermánuði árið 2018. Karl Gauti var þar viðstaddur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra réði Karl Gauta sem lögreglustjóra án aðkomu hæfisnefndar.Vilhelm Gunnarsson „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustursbar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi,“ sagði Íris á samfélagsmiðlum eftir að skipunin var opinberuð. Karl Gauti segist hins vegar ekki hafa sagt neitt nema góða hluti um Írisi. Ekki skylt að skipa nefnd Dómsmálaráðuneytið sá um umsóknarferlið og byggði lokamat þess á umsóknum, fylgigögnum, viðtölum og fleiru. Að lokinni yfirferð hafi það verið mat ráðuneytisins að Karl Gauti hafi verið hæfastur umsækjenda. Almennt er ekki skylda að skipa hæfisnefnd nema í ákveðnum tilvikum. Svo sem varðandi skipanir í dómaraembætti, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra ráðuneyta.
Vestmannaeyjar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26 „Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04 „Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Tekur aftur við embætti lögreglustjóra í Eyjum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur skipað Karl Gauta Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóra og þingmann Miðflokksins, í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl 2023. 29. mars 2023 14:26
„Hefur það engar afleiðingar að haga sér svona?“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir að henni þyki skipun dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra í bænum vera sérstaka. Hún spyr hvort mál sem Klaustursmálið hafi engar afleiðingar fyrir þá sem þar voru staddir. 2. apríl 2023 13:04
„Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. 29. mars 2023 20:20