Albert skoraði í tapleik sem skipti engu | Enn tapar Rosenborg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 17:30 Albert Guðmundsson skoraði í dag. vísir/Getty Genoa hefur þegar tryggt sér sæti í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á næstu ári og því skipti tap liðsins í dag litlu sem engu máli. Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira
Ítalía Albert hóf toppslag Frosinone og Genoa á varamannabekknum. Genoa komst yfir áður en liðið lenti manni undir og fékk í kjölfarið á sig tvö mörk áður en fyrri hálfleik var lokið. Heimamenn kláruðu dæmið með marki á 77. mínútu en Albert minnkaði muninn í uppbótatíma. Hans tíunda mark í deildinni. Leiknum lauk með 3-2 sigri Frosinone sem þýðir að þegar ein umferð er eftir er toppliðið með 77 stig en Genoa 70 stig. Bæði lið eru samt sem áður búin að tryggja sér sæti í Serie A á næstu leiktíð. 92 | ALBERT! Accorciamo le distanze con Albert!#FrosinoneGenoa 3 -2 pic.twitter.com/qxfNRiGDVU— Genoa CFC (@GenoaCFC) May 13, 2023 Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í liði Pisa þegar það gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Brescia. Hjörtur fékk gult spjald á 49. mínútu. Pisa er í 9. sæti, stigi frá sæti í umspilinu um sæti í Serie A. Noregur Það gengur hvorki né rekur hjá Íslendingaliði Rosenbrog en liðið tapaði 3-2 fyrir Bödo/Glimt á útivelli. Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Rosenborg en virðist hafa meiðst í fyrri hálfleik og var tekinn af velli á 42. mínútu. Í hans stað kom Kristall Máni Ingason. Kristall Máni jafnaði metin í 2-2 á 58. mínútu en heimamenn svöruðu skömmu síðar og fór það svo að Bödo/Glimt vann 3-2 sigur. Patrik Sigurður Gunnarsson stóð vaktina í marki Viking þegar liðið kom til baka og vann 2-1 sigur á Sandefjord á útivelli. Viking er í 3. sæti með 11 stig eftir 6 leiki. Rosenborg er í 12. sæti með 6 stig. Svíþjóð Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn sem hægri bakvörður þegar Häcken vann 6-1 sigur á Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni. Seger efter en dominant insats på Bravida Arena Derbyt är redan slutsålt, säkra dina biljetter till hemmamatch därefter redan nu #bkhäcken— BK Häcken (@bkhackenofcl) May 13, 2023 Norrköping kom til baka gegn Varberg en ótrúlegt en satt var enginn Íslendingur á skotskónum. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn, Ari Freyr Skúlason kom inn af bekknum þegar 18 mínútur lifðu leiks og Andri Lucas Guðjohnsen sat á bekknum. Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni. Häcken er í 2. sæti með 18 stig eftir 8 leiki, þremur stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða. Norrköping er í 3. sæti með 17 stig. Belgía Í Belgísku B-deildinni kom Nökkvi Þeyr Þórisson Beerschot yfir gegn Lierse K. en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum og unnu 2-1 sigur. Beerschot er í 3. sæti með 49 stig, 17 stigum á eftir toppliði RWDM og 16 stigum á eftir Beveren í 2. sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Sænski boltinn Norski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Sjá meira