„Afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2023 12:04 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Hann er ósáttur við dómgæsluna í úrslitakeppni Olís-deildar karla. vísir/getty Mikið hefur verið rætt og ritað um dómgæslu í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta undanfarna daga og vikur. Stórir dómar hafa fallið í lok leikja í undanúrslitaeinvígum keppninnar og í einhverjum tilvikum hafa þeir ráðið úrslitum leikja. Sigfús Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands í handbolta, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins og ræddi þessi mál. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur. Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins, ræddi við Sigfús og spurði hann fyrst út í undanúrslitaeinvígi ÍBV og FH þar sem Eyjamenn unnu 3-0 og tryggðu sér sæti í úrslitum. Sigfús segir að honum hafi ekki þótt það sanngjörn niðurstaða. „Nei í rauninni ekki. Í lok leiksins voru þarna nokkrir dómar sem falla sem eru náttúrulega alveg út úr kú. Við byrjum bara á tveggja mínútna borttvísun sem Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, fær fyrir að hoppa og sýna smá tilfinningar. Svo náttúrulega þetta aukakast í lokin. Mér fannst til að byrja með ekkert vera að því þegar hann leggur boltann frá sér, en svo náttúrulega kemur í ljós að það stendur FH-ingur við hliðina á dómaranum fyrir innan punktalínu þegar það er tekið þannig það á aldrei að vera gilt aukakast,“ sagði Sigfús. „Þetta eru svona afdrifarík og stór mistök sem eru að gerast í annars ágætlega dæmdum leikjum. Það er nefnilega málið.“ „Það sem menn hafa alltaf verið að kalla eftir er að standardinn sé réttur og góður, og hann hefur verið svona allt í lagi. Þetta eru ekkert rosalega vel og ekkert rosalega illa dæmdir leikir, en á lykilmómentum virðast þeir vera að klikka og það segir manni það að bæði geta þeir ekki lesið leikinn rétt og að þeir eru bara ekki alveg nógu góðir.“ „Að dæma víti og rautt á þetta er í besta falli kjánalegt“ „Ef við förum bara í einvígið sem er enn í gangi, Haukar-Afturelding. Dramatíkin er ekki minni þar og dómaraumfjöllunin er ekkert minni,“ sagði Arnar Daði svo þegar Sigfús hafði lokið sér af við að ræða um dómgæsluna í leikjum ÍBV og FH. Í þriðja leik Hauka og Aftureldingar var annað stórt atvik sem að einhverju leyti réði úrslitum. Ihor Kopyshynskyi fékk þá að líta beint rautt spjald undir lok leiks fyri að brjóta á Ólafi Ægi Ólafssyni og Haukar fengu vítakast. Stefán Rafn Sigurmannsson jafnaði metin úr vítakastinu og tryggði Haukum framlengingu sem Hafnarfjarðarliðið vann svo. „Þeir mega eiga það að það var sama lína yfir bæði lið í sambandi við fríköst og allt þetta sem á náttúrulega að vera og er allt gott,“ sagði Sigfús. „Svo er þetta atriði undir lok leiksins, þar þurfa menn aðeins að lesa í aðstæðurnar. Allt í lagi, hann brýtur á honum, en Ólafur Ægir grípur í treyjuna hjá honum og lætur sig detta, eða er að detta. Ef að leikmaðurinn hefði látið hann bara flakka í gólfið þá er það líka víti og rautt, en þarna heldur hann í leikmanninn, væntanlega til að passa að fljúga ekki bara í skiltin og í gólfið.“ „En að dæma víti og rautt á þetta er náttúrulega bara í besta falli kjánalegt,“ bætti Sigfús við. Hlaðvarpsþátt Handkastsins má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan, en Arnar tekur upp tólið og hringir í Sigfús eftir tæplega klukkustund og tíu mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti