Óðs manns æði hafi gripið um sig á Sauðárkróki Hjörtur Leó Guðjónsson og Árni Sæberg skrifa 14. maí 2023 14:45 Stuðningsmenn Tindastóls létu snjókomuna ekki stoppa sig. Aðsend Eins og gefur að skilja bíða Sauðkrækingar í ofvæni eftir leik Tindastóls gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla sem fram fer á morgun. Verður það fjórða viðureign liðanna í úrslitaeinvíginu og með sigri tryggja Stólarnir sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15. Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Nú þegar tæplega einn og hálfur sólarhringur er í að flautað verði til leiks í Síkinu á Sauðárkróki er nú þegar orðið uppselt á leikinn. Þó gætu örfáir miðar bæst við, en líklegt er að ef svo verði muni þeir einnig seljast upp á skotstundu. Tindastóll vann þriðja leik liðanna sem fram fór í troðfullri Origo-höllinni með ellefu stiga mun síðastliðinn föstudag og tók þar með forystuna í einvíginu. Stólarnir eru því með pálmann í höndunum og geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni með sigri á heimavelli annað kvöld. Origo-höllin var gjörsamlega troðfull þegar Valur og Tindastóll mættust á föstudaginn.Vísir/Vilhelm Stuðningsmenn liðsins biðu í langri röð eftir miðum fyrir utan Síkið í dag og skipti þar engu máli þótt nokkur snjókorn hafi fallið, enda ekki á hverjum degi sem íbúar Sauðárkróks fá tækifæri til að sjá sitt lið fagna Íslandsmeistaratitli. „Þetta er bara óðs manns æði sem hefur gripið um sig hérna á Sauðárkróki. Ég mætti hálf tvö, hálftíma áður en almenn miðasala hófst og þá var allt uppselt,“ segir Guðmar Freyr Magnússon, hestaræktandi á Íbishóli í Skagafirði. Ástæða þess að Vísir hafði samband við hann var að hann auglýsti eins vetra stóðhestsefni undan verðlaunahryssu og Óskasteini frá Íbishóli falt fyrir tvo miða á leikinn, á samfélagsmiðlinum Facebook fyrir skömmu. „Þetta er náttúrulega bara djók en viðbrögðin hafa ekki setið á sér,“ segir hann. Hann segir þó að allir hafi gert sér grein fyrir því að um gamansemi hafi verið að ræða enda gæti gæðafolald frá Íbishóli verið nokkurra milljóna króna virði. Einn grínisti hafi til að mynda boðið honum tvo miða gegn því að fá eitthvað annað folald en Guðmar bauð. Þá hafa fleiri gantast með eftirspurnina eftir miðum á leikinn. Þannig segir Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður að honum hafi borist boð upp á stóran Audi bíl, trillu og kvóta fyrir miða. Var að fá tilboð í miðann minn, lítið keyrður 2021 árgerð af Audi Q7.— Gunnar Birgisson (@grjotze) May 14, 2023 Leikur Tindastóls og Vals fer fram á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30, en leikurinn sjálfur klukkan 19:15.
Tindastóll Valur Subway-deild karla Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum