„Gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag“ Kári Mímisson skrifar 14. maí 2023 22:40 Rúnar Páll var mjög sáttur að leik loknum. Vísir/Diego Fylkir vann glæsilegan 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla. Fyrir leik voru fyrstu bikarhafar Fylkis heiðraðir og strákarnir náðu í þrjú stig fyrir þá hér í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson var að vonum ánægður með sigurinn og sagði að þetta hafi verið einn af þessum leikjum þar sem allt gekk upp. „Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Það er bara frábært fyrir okkur að geta heiðrað þessa snillinga með góðum sigri. Mér fannst við vera ótrúlega góðir í dag. Fáum á okkur klaufalegt mark í byrjun leiks en síðan fannst mér við bara vera fínir. Við komumst inn í leikinn síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og komum bara ágætlega sáttir inn í hálfleik.“ „Skorum tvö auka frábær mörk í seinni hálfleik. Mörk tvö og þrjú eru algjör snilldar mörk. Einnig var markið í fyrri hálfleik algjör snilld og ótrúlega vel gert. Það var góður heildarbragur á liðinu. Við vörðumst vel og sérstaklega í föstum leikatriðum, Óli ver víti og það gekk einfaldlega allt upp hjá okkur í dag. Ég er bara hrikalega stoltur af liðinu. Það var kærkomið að fá þessi þrjú stig í dag.“ Ólafur Karl Finsen skoraði fyrsta mark Fylkis þegar hann jafnaði leikinn 1-1. Ólafur vippaði boltanum afar fallega yfir nafna sinn Ólaf Íshólm í marki Fram. Rúnar var að vonum ánægður með Ólaf eftir leik. „Þetta var snilldarleg afgreiðsla og þetta er bara Óli Kalli. Hann er svo góður í fótbolta að það hálfa væri nóg. Það er bara snilld að hafa hann hérna í okkar röðum. “ Fram voru betri aðili leiksins framan af og stjórnuðu öllu inni á vellinum. Er þetta eitthvað sem Rúnar hefur áhyggjur af? „Þeir voru kannski meira með boltann en þeir gerðu nú ekkert meira eftir að þeir skoruðu þetta mark. Ég hef engar áhyggjur af því. Við vorum með fínt skipulag. Við fórum aðeins framar og breytum aðeins eftir að þeir skoruðu markið, ýtum Nikulás Val aðeins hærra upp og fórum í 4-4-2. Við það breytist leikurinn smá og við náðum að ýta aðeins hærra á þá. Framararnir sköpuðu sér ekkert í sjálfu sér þó þeir væru meira með boltann. Framararnir eru með gott lið og um leið og við gefum þeim eitthvað svæði eða pláss þá geta þeir sundur spilað þig. Þeir gerðu það ekki í dag við okkur. Mér fannst við bara spila þennan leik í dag ágætlega þrátt fyrir að þeir hafi verið meira með boltann þarna í fyrri hálfleik.“ Þriðja mark Fylkis var einkar glæsilegt og virtist koma beint af æfingasvæðinu. Kom það beint af æfingarsvæðinu? „Nei, það held ég nú ekki. Þetta eru bara góðir fótboltamenn og þeir taka ákvörðunina um að gera þetta svona þá er það bara frábært. Frábær sending frá Bigga og aggresíft hlaup hjá Orra. En nei, nei þetta er ekkert af æfingasvæðinu.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Fylkir – Fram 3-1 | Heimamenn komu til baka og sendu KR á botninn Fylkir kom til baka gegn Fram í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir að lenda 0-1 undir. Sigur Fylkis þýðir að KR er komið á botn Bestu deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 14. maí 2023 21:15
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti