Ekki láta plata þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. maí 2023 07:31 Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Netöryggi Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ertu viss að tölvupósturinn sem þú fékkst sé frá þeim sem virðist hafa sent hann? Þriðjungur af öllum gagnalekum byrja sem venjulegur tölvupóstur til starfsmanna þar sem þeir eru beðnir um að opna skjal, ýta á hlekk eða skrá sig inn upp á nýtt í sín eigin kerfi. Um er að ræða mjög hnitmiðaðar veiðar, árás, oft á góðri íslensku sem er líklega eina neikvæða hliðin á miklum fjárfestingum okkar Íslendinga í máltækni. Vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag og á morgun er mikilvægt að vera enn meira á varðbergi en áður. Hópar sem stunda glæpi á netinu beina nú sjónum sínum í meira mæli að Íslandi, sér í lagi starfsfólki fjölbreyttra fyrirtækja og stofnana. Fjölmörg dæmi eru til um netárásir sem ollu miklu tjóni, kostuðu stórfé og byrjuðu sem einfaldur tölvupóstur á starfsmann fyrirtækis. Dæmi um slíkt er svar Norður-Kóreu við grínmynd frá Sony sem hæddist að landinu. Í kjölfarið voru vefpóstar á vegum hakkara þaðan sendir á starfsmenn fyrirtækisins. Voru þeir látnir líta út eins og þeir væru frá Apple og báðu um endurnýjun á skráningu. Einn starfsmaður Sony féll fyrir póstinum og afleiðingarnar voru 100 TB gagnastuldur og tap sem nam um 100 milljónum dollara. CERT-IS, netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, sendi frá sér mikilvægar ábendingar til að minna okkur á að tölvupóstur er ekki endilega það sem hann lítur út fyrir að vera: Horfum gagnrýnum augum á tölvupósta sem okkur berast, sérstaklega ef þið kannist ekki við sendandann eða ef það er verið að biðja um að skipta um lykilorð. Skoðum vel alla hlekki og athugum hvort þeir séu að vísa á rétta staði. Það á bæði við um hlekki í tölvupóstum sem og sendanda tölvupósta. Stundum er munurinn mjög lítill, stafsetningarvilla eða staf er skipt út fyrir tölustaf til að blekkja notendur. Ef póstur berst frá aðila sem þið þekkið en orðalag er óvenjulegt eða óskað er eftir að þið heimsækið tilteknar síður, setjið upp forrit o.þ.h er alltaf best að tala við sendandann, öðruvísi en að svara póstinum, og staðfesta að hann sé raunverulega frá viðkomandi. Ef þú ert í vafa um lögmæti póstsins, er alltaf best að fá álit frá öðrum og fylgja leiðbeiningum frá þinni öryggisdeild um hvernig eigi að bregðast við. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti brotist inn á reikninga, allt frá tölvupósti til samfélagsmiðla er að nota fjölþátta auðkenningu. Fjölþátta auðkenning er góð fyrsta vörn fyrir alla aðganga sem hana styðja. Að verjast netárásum er að stórum hluta hlutverk hvers og eins. Við skulum vera vakandi gagnvart netárásum alla daga. Í þessu eins og öðru veltir oft lítil þúfa stóru hlassi. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun