Hlaut árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Procar máli Kristinn Haukur Guðnason skrifar 16. maí 2023 15:36 Alls var kílómetrastaðan lækkuð í 134 seldum bílum. Procar Haraldur Sveinn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Haraldur játaði að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum fyrir sölu. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund. Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Var horft til þess að Haraldur hefði játað skýlaust brot sín fyrir dómi og að játningin væri studd sakargögnum. Hafði hann greitt kaupendunum bætur vegna einkaréttarkröfu og var því fallið frá bótakröfum í málinu. „Þá baðst ákærði innilega afsökunar á brotum sínum fyrir dómi,“ segir í dómnum. Litið er til þess að langt sé frá því að málið kom upp og að dráttur hafi verið á lögreglurannsókn. Hins vegar var litið til þess að brotin hafi staðið yfir um nokkurt árabil og fólu í sér brotasamsteypu þar sem brotið var gegn umtalsverðum fjölda fólks með blekkingum. Var markmiðið með blekkingunum að gera það auðveldara og arðbærara að selja bifreiðar Procar grandlausum kaupendum. Rýrir tiltrú almennings „Sú aðferð sem beitt var, að falsa kílómetrastöðu ökumæla á annað hundrað bifreiða, er einnig til þess fallin að rýra almennt traust og tiltrú almennings í bifreiðaviðskiptum enda títt litið til stöðu ökumælis þegar lagt er mat á hversu góður kostur í kaupum notuð bifreið er með tilliti til aldurs,“ segir í dómnum. Í ársbyrjun árið 2019 komst upp að átt hefði verið við kílómetrastöðuna í bílum seldum frá Procar. Málið var hins vegar ekki þingfest fyrr en í apríl á þessu ári. Fram kom að mælarnir höfðu verið lækkaðir um tugi þúsunda kílómetra, mest rúmlega 50 þúsund.
Procar Dómsmál Bílaleigur Tengdar fréttir Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16 Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01 Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Játar að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum í Procar-máli Framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, Haraldur Sveinn Gunnarsson, hefur játað að hafa falsað kílómetrastöðuna í 134 bílum bílaleigunnar sem seldir voru á bílasölum á árunum 2014 til 2018. 14. apríl 2023 11:16
Rannsókn á Procar-málinu að ljúka Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara. 21. september 2021 07:01
Ráðast í aðgerðir eftir svik Procar Bílgreinasambandið mun innan tíðar opna fyrir aðgang að ökutækjaskrá þar sem hægt verður að kanna hvort tiltekinn bíll hafi verið til umráða hjá bílaleigu en í eigu fjármögnunarfyrirtækis. 26. febrúar 2019 10:38