„Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2023 20:26 Sigurður Bragason á hliðarlínunni í leik kvöldsins. Vísir/Diego ÍBV er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Liðið tapaði í kvöld með þremur mörkum í leik sem náði aldrei að verða verulega spennandi. Lokatölur 25-22. „Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég var bara stoltur af stelpunum. Mér fannst þetta vera allt annar leikur, við allavegana þó getum kennt aðeins færanýtingu og svoleiðis um núna. Síðast var þetta bara lélegt,“ sagði hnarreistur Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, að leik loknum. „Þær börðust allan tímann og við reyndum að koma okkur aftur inn í þetta en svipað og í síðasta leik þá var bara munurinn í hálfleik þannig að þetta var rosalega erfitt. Ef þetta hefði verið þrjú mörk eða tvö þá hefði þetta verið betra. Við hendum þessu frá okkur í lélegum kafla seinna korterið í fyrri hálfleik.“ Leikurinn breytist eftir u.þ.b. tíu mínútna leik þegar Valur tók leikhlé einu marki undir en eftir leikhléið komust heimakonur í góða forystu. „Við byrjuðum fínt og þær ná bara að leysa okkur. Ég þarf bara aðeins að skoða það hvað veldur því að þær taka eitt leikhlé og leikurinn okkar pompar niður. En eins og ég segi þá er ég ánægðari með þetta, við byggjum á þessu í Eyjum á laugardaginn,“ sagði Sigurður. ÍBV fékk þó tækifæri að gera alvöru spennu undir lokin en allt kom fyrir ekki. „Við fengum tækifæri á hraðaupphlaupi og svona. Ég hugsa að Gústi [Ágúst Þór Jóhannsson] hafi aldrei verið neitt stressaður, en ef við hefðum náð þessu einu sinni niður í tvö þá hefði þetta verið annað og við vorum svo sem að höggva í þær og spila frábæra vörn. Elín Rósa reyndist okkur bara helvíti erfið, hún var eina sem náði að leysa okkur, fannst mér. Svona fór þetta og það er einn séns en og við verðum að nota hann.“ Aðspurður af hverju ÍBV hafi ekki reynt að spila sjö á sex í seinni hálfleik hafði Sigurður þetta að segja. „Þá fæ ég bara mark í bakið. Ef þú ætlar í sjö á sex þá verðurðu að geta keyrt ógeðslega hratt út af. Við vorum að saxa á þær, ég var alveg farinn að hugsa það. Marta [markvörður ÍBV] er engin Usain Bolt sko, það er Ásta Björt ekki heldur þannig að ég verð líka aðeins að skoða, maður verður að vera með leikmenn til þess. En ég var alveg að hugsa það. Kannski var þetta klúður hjá mér að fara ekki í sjö á sex,“ sagði Sigurður. Þriðji leikur í rimmu Vals og ÍBV fer fram á laugardaginn þar sem allt verður undir. „Ef við spilum ekki betri sóknarleik þá lendirðu bara undir en við verðum bara að snúa bökum saman og það er enn þá séns. Við munum gera allt til þess að ná því, við verðum ready,“ sagði Sigurður Bragason að lokum.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍBV 25-22 | Valskonur einum sigri frá titlinum Valur er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Varð það ljóst eftir þriggja marka sigur Vals á ÍBV að Hlíðarenda í kvöld, 25-22. 16. maí 2023 21:08