Leiðtogafundur Evrópuráðsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. maí 2023 21:31 Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Vinstri græn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í dag. Það hefur ekki farið fram hjá neinum enda um sögulegan viðburð að ræða. Samkvæmt stofnskrá Evrópuráðsins „er ráðinu ætlað að efla samvinnu aðildarríkjanna með það að markmiði að standa vörð um mannréttindi, styrkja lýðræðislega stjórnarhætti, efla mannleg gildi og almenn lífsgæði Evrópubúa. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka skilning og samkennd meðal íbúa álfunnar á grundvelli sameiginlegrar arfleifðar.“ Markmið, gildi og sviptingar á alþjóðasviðinu Þetta eru göfug markmið. Ráðið var stofnað í kjölfar hörmunga heimsstyrjaldarinnar síðari þegar Evrópa var í rústum og ekkert annað í stöðunni en að horfa fram á veginn og leggja allt á vogaskálarnar til að hörmungar endurtækju sig ekki. Nú er aftur stríð í álfunni og gegnir Ísland miklu ábyrgðarhlutverki með formennsku í Evrópuráðinu. Helstu markmið formennsku Íslands eru að efla grundvallargildi Evrópuráðsins og standa væntingar til þess að fundurinn skili raunverulegum niðurstöðum sem varða ábyrgð rússneskra stjórnvalda vegna stríðsreksturs þeirra í Úkraínu. Lögð er áhersla á að efla vinnu ráðsins, meðal annars hvað varðar lýðræði, réttinn til heilnæms umhverfis og vernd mannréttinda þegar kemur að þróun gervigreindar. Það kemur heim og saman við sérstakar áherslur formennsku Íslands um umhverfismál, réttindi barna og ungmenna og jafnrétti. Rétturinn til heilnæms umhverfis Það er þýðingarmikið fyrir fámenna þjóð að vera í kastljósi heimsatburða sem þessa. Áhrif alþjóðlegra stofnana og skuldbindinga eru umtalsverðar. Oft er um að ræða veigamiklar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar með beinum hætti og enn aðrar sem varða helstu samfélagsmál nútímans. Umhverfismálin eru ofarlega á baugi á fundi leiðtogaráðsins. Með vaxandi meðvitund alþjóðasamfélagsins um hnignun umhverfisins og gæða jarðarinnar hefur skýlaus krafa verið gerð um aðgerðir. Krafan um „réttinn til heilnæms umhverfis“ er liður í þeirri þróun og það gefst tækifæri til þess á leiðtogafundinum að stuðla að lagalegri viðurkenningu réttarins til heilnæms umhverfis í Evrópu, en Mannréttindasáttmáli Evrópu tryggir ekki sérstaklega slík réttindi enn sem komið er, ólíkt öðum mannréttindasamningum. Það er því til mikils að vinna að vel takist til á fundinum. Það er ábyrgðarhlutur stjórnvalda hverju sinni að leggja sitt á vogaskálarnar við slíka ákvarðanatöku og undan þeirri ábyrgð skorast ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki. Höfundur er formaður fjárlaganefndar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun