Um ólögmæti verðtryggðra lánasamninga Örn Karlsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun