„Hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2023 15:11 Það verður hvert sæti skipað í Origo-höllinni á morgun. VÍSIR/VILHELM Eins og búast mátti við seldist strax upp á oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta, sem fram fer á Hlíðarenda annað kvöld. Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Alls verða 2.500 heppnir miðahafar í Origo-höllinni á morgun þegar Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Síðustu miðarnir seldust í dag, jafnvel áður en almenn miðasala Vals hófst en auglýst hafði verið að hún hæfist klukkan tvö. Tindastóll hafði fengið að sjá um sölu 30% þeirra miða sem í boði voru, reglum samkvæmt, og seldust þeir strax. Einhver vandræði virðast hafa verið með þá miðasölu vegna álags miðað við tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Þar sagði: „Ljóst er að mikið álag var á Stubb þegar miðasalan opnaði og ekki allir náð í gegn og það er afar leiðinlegt, eftirspurn er margföld umfram framboð.“ Valsmenn ætluðu að hefja almenna miðasölu klukkan 14 í dag en áður höfðu allir miðar þeirra selst í forsölu. Forgang höfðu ársmiðahafar Vals og svo stuðningsfólk á póstlista körfuknattleiksdeildar, að því er greint var frá á Facebook-síðu hennar. Grímur Atlason, stjórnarmaður körfuknattleiksdeildar Vals, segir áhugann á leiknum einfaldlega einstakan. Grímur var meðal annars lengi stjórnandi Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar og hefur gríðarlega reynslu af viðburðahaldi og miðasölu, og hann kveðst aldrei hafa kynnst öðru eins. „Við hefðum getað selt 20 þúsund miða á þennan leik. Hitinn á þessum leik er þannig að maður er nánast orðlaus,“ sagði Grímur. Uppselt hefur verið á alla leiki einvígisins en liðin tvö mættust einnig í fimm leikja seríu í fyrra þar sem Valsmenn lönduðu að lokum langþráðum Íslandsmeistaratitli. Tindastólsmenn bíða hins vegar enn eftir fyrsta titli sínum eftir að hafa tapað á heimavelli á mánudaginn. Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 19:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkutíma fyrr. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira