Við undirbúum starfslokin allt of seint Björn Berg Gunnarsson skrifar 18. maí 2023 08:01 Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er voða mikið látið með frasann „þetta reddast“. Hann er vissulega efni í létt samtöl við erlenda gesti og viðhorfið sem hann endurspeglar hefur átt þátt í að byggja upp það skemmtilega samfélag sem við búum í. Stundum þurfum við þó að minna okkur á að það er ef til vill ekki víst að þetta muni reddast án þess að gripið sé inn í. Það er vissara að setja upp reykskynjara. Við pössum upp á að börnin okkar læri heima svo þau standist prófin í vor og afkoma okkar á efri árum er sömuleiðis allt of mikilvæg til að afhenda hana í blindni óljósri framtíð og torskildum kerfum. Gefðu þig á tal við næsta lífeyrisþega og spurðu hvort lífeyrismálin hafi reddast. Ég leyfi mér að efast um að svarað verði með innblásinni lofræðu um rausnarlegar greiðslur almannatrygginga og valkvíða vegna alls þess sem gera má við himinháar lífeyrisgreiðslurnar. Valkostunum fjölgar Vissulega vex lífeyriskerfið hratt og kaupmáttur greiðslna til lífeyrisþega eykst með hverjum árgangi sem kemst á aldur. Þótt betur megi því treysta á kerfin en áður er óvissan um afkomu hvers og eins okkar óneitanlega mikil og hún er ekki bara bundin þróun efnahagsmála og ávöxtunar sjóðanna heldur ákvörðunum okkar sjálfra. Íslenska lífeyriskerfið, með sínum kostum og göllum, hefur að undanförnu þróast í átt að meiri fjölbreytileika og fleiri valmöguleikum hvað úttektir og greiðslur varðar. Þetta eru góðar fréttir, enda gefst okkur með þessu kostur á að klæðskerasníða starfslokin og lífeyristökuna eins og okkur hentar. Áberandi er þó sá ókostur að allar þessar breytingar og allir þessir valkostir flækja flókið kerfi enn frekar og það er varla fyrir aðra en sérstakt áhugafólk um lífeyrismál að ryðjast í gegnum frumskóginn og ná almennilegri yfirsýn yfir það sem þó skiptir okkur öll svo miklu máli. Það segir sig sjálft að hversu mikill sem sveigjanleikinn er og hversu jákvæðar sem allar þessar breytingar eru getur fólk ekki nýtt sér þær ef það þekkir þær ekki. Óvissan er mikil Skáldið Magnús Sigurðsson gerir fræg orð Donald Rumsfeld, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, að umfjöllunarefni sínu í bókinni Húslestri. Í þýðingu Magnúsar komst Rumsfeld svo að orði: „Einsog við vitum er sumt sem við vitum að við vitum; til er vissa um vissa vissu. Við vitum líka að það er sumt sem við vitum ekki; til er vissa um vissa óvissu. En svo vitum við líka að það er sumt sem við vitum ekki að við vitum ekki – til er vissa um vissa óvissa óvissu.“ Er þetta ekki svolítið eins og lífeyrismálin? Sumt vitum við, annað vitum við kannski að við vitum ekki en vegna þess hvernig kerfin eru byggð upp er svo margt sem við vitum ekki að við vitum ekki, en er þó mikilvægt að vita. Þetta er bara of flókið. Hvað er til bragðs að taka? Hvort sem við setjumst yfir lífeyrismálin sjálf eða með ráðgjafa er mikilvægt að geyma það ekki. Íslenska lífeyriskerfið er þannig uppbyggt að mögulega má bæta stöðuna, jafnvel umtalsvert, ef við ákveðum að láta þetta ekki reddast heldur grípum inn í snemma. Með góðum fyrirvara má því hefja undirbúning betri og hentugri starfsloka en ella. Krónunum getur mögulega fjölgað en þær geta sömuleiðis nýst okkur betur. Þegar ekkert liggur á og við gefum okkur tíma í að skoða lífeyrismálin aukast líkurnar á því að við getum sótt okkur svör við nauðsynlegum spurningum og auk þess vakni nýjar mikilvægar spurningar. Loks minnkar hnúturinn í maganum þegar líður að starfslokum og það er heldur betur dýrmætt. Því miður er þetta ekki nógu algengt. Auðvitað ættum við öll að byrja að huga að lífeyrismálunum löngu áður en á hólminn er komið en lífeyrismál eru ekki mjög skemmtileg og það getur verið óþægilegt að byrja að kynna sér þau. Tímakaupið er þó gott og eins og varðandi svo margt annað heilsueflandi borgar sig bara að bíta á jaxlinn og láta sig hafa það. Höfundur er fjármálaráðgjafi og veitir meðal annars ráðgjöf um lífeyrismál bjornberg.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar