Mjólk hækkar minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2023 16:00 Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu tveimur tölublöðum Viðskiptablaðsins hefur litlu verið til sparað í gagnrýni á starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar og fyrirtæki bænda þar sem réttu máli er hallað. Lítum aðeins á fáein atriði: Í leiðara blaðsins þann 4. maí sl. er fullyrt að Auðhumla móðurfélag Mjólkursamsölunnar hafi skilað methagnaði árið 2022 og er það sett í samhengi við hækkanir Verðlagsnefndar á mjólk og mjólkurvörum. Hér er farið rangt með hagnað Auðhumlu. Hið rétta er að hagnaður samstæðuársreiknings Auðhumlu árið 2022 var 461 m.kr. sem er samdráttur um 50% frá árinu áður. Má lesa þetta í samstæðuársreikningi félagsins sem finna má á vef Skattsins. Á forsíðu blaðsins þann 10. maí er að finna myndrit sem sýnir „Hækkanir í skjóli ríkisins“. Ranghermt er í blaðinu að um 12 mánaða tímabili (apríl 2022 – apríl 2023) sé að ræða heldur kýs blaðið að styðjast við 13 mánaða tímabil, sem æskilegt hefði verið að kæmi rétt fram og af hverju. Með því er nefnilega verið að draga inn í þróunina hækkun á heildsöluverði mjólkur þann 4. apríl 2022 þar sem tekið var tillit til verðhækkunar til bænda 1. mars 2022 og rekja mátti til gríðarlegra aðfangaverðshækkana sem leiddu af innrás Rússa í Úkraínu. Sem dæmi hækkaði áburður þá hér á landi um 70-80% frá fyrra ári. Í blaðinu þann 10. maí er haft eftir Ástu S. Fjelsted, forstjóra Festi hf., að Verðlagsnefnd búvöru sé skipuð „…sex mönnum og eru fulltrúar neytenda í nefndinni tveir af sex. Hinir fulltrúar nefndarinnar eru skipaðir af stjórn Bændasamtaka Íslands, stjórnum búgreinasamtaka og Samtökum afurðastöðva fyrir búvörur. Ásta segir að út frá skipan nefndarinnar mætti segja að framleiðslusjónarmið fái að ráða í nefndinni.“ Það var og! Verðlagsnefndin er vissulega skipuð sex fulltrúum, sbr. 7. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Hið rétta er síðan að þó bændur og afurðastöðvar tilnefni alls 4 fulltrúa taka aðeins þrír þeirra þátt í afgreiðslu mála hverju sinni. Ráðherra tilnefnir síðan sjötta fulltrúann í nefndina. Ákvarðanir í nefndinni eru teknar með einföldum meiri hluta atkvæða. Komi upp jöfn staða sker atkvæði formanns úr um niðurstöðu. Mjólk og mjólkurvörur hækka minnst á Íslandi Viðmælendur blaðsins, þau Ásta og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gera síðan mikið úr því að mjólk og mjólkurvörur hafi hækkað umfram almennar verðlagshækkanir hér á landi síðustu 12 mánuði og kenna um starfsháttum verðlagsnefndar búvöru. Það er jú rétt að þessar vörur hafa hækkað um 12,1% meðan verðbólga er 9,9%. En hvernig væri að setja þetta í víðara samhengi? Tímabilið mars 2022 - mars 2023 hækkaði verð mjólkurvörum um 12,9% hér á landi. Í 21 af aðildarlöndum ESB hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum hins vegar á sama tíma um meira en 20%, mest í Ungverjalandi um 64,4%, sjá meðfylgjandi mynd hér síðar. Ástæðan fyrir þessum verðhækkunum eru hækkanir á lykilaðföngum langt umfram annað verðlag m.a. vegna stríðsins í Úkraínu eins og getið var um í upphafi. Þessar ástæður eiga við bæði í löndum ESB og hér á landi. Má því ekki allt eins álykta að hér hafi Verðlagsnefnd búvöru gert sitt til að halda verðhækkunum á mjólkurvörum hér á landi í lágmarki? Árangurinn sést alla vega vel af því að útsöluverð á mjólkurvörum hefur hækkað minnst hér á landi þegar Ísland er borið saman við aðildarlönd ESB. Meðfylgjandi mynd sýnir verðhækkanir á mjólk ostum og eggjum frá mars 2022 til mars 2023. Niðurlag Því fer fjarri að verð á mjólkurvörum hafi hækkað hér á landi umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum. Þar hafa matvæli hækkað meira og sums staðar langt um meira en almenn verðbólga. Ástæðurnar eru að stærstum hluta raktar hér að framan. Verðhækkanir hér á landi eru hins vegar í engu til komnar af því að framleiðendur fari með slíkt meirihlutavald í verðlagsnefnd að þeir geti knúið fram verðhækkanir sér til handa. Því síður hefur orðið til aukinn hagnaður hjá Auðhumlu svf. Þvert á móti dróst afkoma félagsins saman á síðasta ári. Það færi betur á að halda umræðunni við staðreyndir sem auðvelt er að nálgast. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun