„Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2023 22:30 Ederson, Pep Guardiola og Kyle Walker fagna að leik loknum. Mateo Villalba/Getty Images Pep Guardiola viðurkenndi að leikmenn hans myndu fá að fagna því að Manchester City væri komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Fagnaðarlætin verða þó ekki of löng þar sem Man City getur tryggt sér enska meistaratitilinn á sunnudag. Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Man City valtaði fyrir Real Madríd í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leiknum lauk með 4-0 sigri Manchester-liðsins og var síst of stór. Lærisveinar Pep voru þarna að hefna fyrir ófarirnar frá því á síðustu leiktíð þegar Real sló þá úr leik á dramatískan hátt og vann svo Meistaradeildina eftir sigur á Liverpool. „Mér leið eins og við værum að spila með ár af sársauka í maganum eftir það sem gerðist í fyrra. Var mjög grátlegt hvernig við féllum úr leik þá. Í dag sýndum við úr hverju við erum gerðir og hvað í okkur býr. Okkur líður mjög vel fyrir framan fólkið okkar,“ sagði Pep í viðtali eftir leik. „Að fólk hafi gagnrýnt karakter þessara leikmanna. Þessi hópur hefur undanfarið ár sýnt úr hverju hann er gerður, hversu sérstakur hann er. Ég vil hrósa öllum hjá félaginu, það hafa allir unnið að því að koma okkur hingað (í úrslit Meistaradeildarinnar). „Verður að fagna þegar þú kemst í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Ekki of mikið en á sunnudag getum við tryggt okkur sigur í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun verður morgunmatur með fjölskyldum leikmanna og starfsliðsins. Svo förum við að undirbúa leikinn á sunnudag.“ Um byrjun leiksins „Leikmennirnir voru frábærir. Á þessu stig og í svona leikjum þá mætir Bernardo Silva alltaf til leiks. Hann er einn af bestu leikmönnum sem ég hef séð á ævi minni.“ pic.twitter.com/xlvjudCbaa— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 „Við þurftum ekki að koma til baka eftir að lenda 3-1 undir. Þurftum bara að vinan einn leik, vera við sjálfir. Madríd er magnað lið en við unnum þá 2020. Það sem gerðist á síðustu leiktíð gerðist. Við vorum ekki með heppnina með okkur í liði. Í dag leið okkur þannig að leikmenn væru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Ég fann ekki fyrir spennu né stressi, mér leið eins og við værum tilbúnir.“ „Að spila úrslitaleik gegn ítölsku liði er ekki besta gjöfin. Þeir eru samkeppnishæfir. Við höfum hins vegar nægan tíma til að undirbúa okkur og munum gefa allt sem við eigum til að vinna,“ sagði Pep að endingu. CITY! pic.twitter.com/GBfEe514gv— Manchester City (@ManCity) May 17, 2023 Man City mætir Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní í Istanbúl í Tyrklandi. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti