Kennarinn á Sjónarhóli Sólveig Einarsdóttir skrifar 19. maí 2023 08:00 Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Íslensk fræði Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31 Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.
Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31
Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun