Kennarinn á Sjónarhóli Sólveig Einarsdóttir skrifar 19. maí 2023 08:00 Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Íslensk fræði Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31 Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.
Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31
Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun