Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2023 14:40 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, vill fá svör hvort fólk hafi slasast vegna blómakerjanna, til að mynda dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um slíkt liggja ekki fyrir hjá borginni. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu. Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún. Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Nú eru 211 blómaker í borgarlandinu og er heildarkostnaður við þau ríflega 62 milljónir króna frá árinu 2015, reiknað á verðlagi hvers árs. Svar fyrir fyrirspurn Kolbrúnar var lagt fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar fyrr í vikunni. Kolbrún hafði þar spurt um umfang blómakerjanna, kostnaðinn og umhirðu. Sömuleiðis spurði Kolbrún hvort einhver slys hafi hlotist af blómakerjunum, til að mynda hvort einhver hafi dottið um þau eða hjólað á þau. Upplýsingar um tjón liggja ekki fyrir Í svari skrifstofustjóra borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg við fyrirspurn Kolbrúnar segir að byrjað hafi verið að nota blómakerin um síðustu aldamót, en að upplýsingar um tjón eða slys vegna blómakerja liggi ekki fyrir hjá umhverfis- og skipulagssviði. Frá Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm „Aukning hefur verið á notkun blómakerja í borgarlandinu undanfarin ár. Þau hafa þótt hentug í ýmis verkefni enda augnayndi en einnig vegna verkefna tengdum Betri hverfi og samgöngumálum til að takmarka eða leiða umferð. Ljóst er að blómakerjum mun eitthvað fjölga áfram enda eins og áður sagði hentug í ýmis verkefni á borgarlandinu,“ segir í svari skrifstofustjórans. Alls eru 211 blómaker í borgarlandinu. Reykjavíkurborg Fólk hafi dottið eða hjólað á kerin Í bókun Kolbúnar vegna svarsins segir hún að blómakerin hafi sprottið upp eins og gorkúlur, enda nú orðin 211 talsins. „Hvort það er mikið eða lítið ræðst af því hver tilgangurinn er með notkun þeirra. Eins mikið og borgarfulltrúi Flokks fólksins finnst gaman að blómum þá eru takmörk fyrir öllu. Í einhverjum tilfellum hafa ker verið sett þar sem áður voru bílastæði. Sannarlega er prýði af blómum en tilfelli eru einnig um að fólk hafi ýmist dottið um blómaker sem eru á gönguleiðum eða hjólað á þau. Fram kemur að ekki eru skráð slys sem tengjast blómakerjum. Það þarf að gera. Tölfræði skiptir máli til að hægt sé að vega og meta hvort ákvarðanir séu farsælar og eða árangursríkar,“ segir Kolbrún.
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Blóm Slysavarnir Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira