Fyrst og fremst vonbrigði fyrir Norðurland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2023 12:02 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. Aðsend Bæjarstjóri Akureyrar segir mikil vonbrigði fyrir íbúa Norðurlands að félagið Niceair sé farið í þrot. Of litlum markaði fyrir utanlandsflug frá Akureyri sé ekki um að kenna, heldur öðrum þáttum. Gjafabréf sem fólk á inni hjá félaginu eru líklegast ónýt, að sögn formanns Neytendasamtakanna. Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Í gær var greint frá því að stjórn Niceair myndi óska eftir að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan væri óeðlilegir viðskiptahættir erlends samstarfsfélaga. Niceair var stofnað snemma á síðasta ári og átti heimahöfn á Akureyri. Þaðan var flogið til Kaupmannahafnar, Lundúna, Tenerife og Alicante. Í síðasta mánuði var gert hlé á starfsemi félagsins og reynt að koma betri skipan á fjármál félagsins. Nú er orðið ljóst að það gekk ekki eftir. Bæjarstjóri Akureyrar segir áhrif af gjaldþrotinu mikil, á alla íbúa Norðurlands. „Þetta voru náttúrulega miklar væntingar sem við höfðum til þess að fá beint flug frá Akureyri til Evrópu. Það eru kannski bara fyrst og fremst vonbrigði að þetta hafi farið með þessum hætti,“ segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri. Mikill missir sé af félaginu, á fleiri en eina vegu. „Bæði það að fá ferðamenn inn á svæðið og fá þessa aðra gátt inn í landið, og síðan að þjónusta íbúana á þessum hluta landsins með því að fljúga beint til Evrópu frá Akureyri.“ Vel hægt að fljúga út frá Akureyri Gjaldþrot félagsins sé þó ekki til marks um að markaðurinn fyrir utanlandsflug frá Norðurlandi sé of lítill. Síður en svo. „Ég held að þessi tilraun hafi alveg sýnt það að það er sannarlega markaður fyrir nákvæmlega þetta flug. En það var ekki það sem réði því að fyrirtækið fór á hausinn. Það voru aðrar forsendur, eða aðrar ástæður fyrir því.“ Þú sérð alveg fyrir þér að í framtíðinni verði hægt að reyna þetta aftur? „Að sjálfsögðu, mér finnst það engin spurning,“ segir Ásthildur. Gjafabréf sennilega farin í vaskin Í samtali við fréttastofu sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að líklegt væri að gjafabréf sem fólk ætti inni hjá félaginu væru ónýt. Fyrri reynsla af gjaldþrotum flugfélaga sýndi það. Engu að síður mælti hann með því að fólk lýsti kröfum í búið, auk þess sem samtökin myndu birta upplýsingar á vefsíðu sinni um hvernig fólk gæti borið sig að í þeim efnum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira