Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 20. maí 2023 23:21 Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Upplýsingafulltrúi Icelandair tjáði fréttastofu í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að senda aðra flugvél en þá sem var biluð til þess að sækja farþegana. Mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að ekki var hægt að fara á loft fyrr en raun bar vitni og að félagið harmaði seinkunina. Einn farþega vélarinnar, Jóna Ástríður Jóhannsdóttir, hefur tjáð fréttastofu að biðin hafi tekið mikið á farþega og hún hafi skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Á þrjátíu og átta tímum hafi hver farþegi fengið 70 pund til að kaupa sér mat, og samskipti við flugfélagið hafi ekki verið góð. Hún hafi við komuna til Íslands ekið erlendum hjónum, sem voru í miklu uppnámi eftir að hafa misst tvo daga af fríi sínu og ekki séð fram á að komast á Selfoss um nóttina, á hótel þeirra fyrir austan fjall. Formaður Neytendasamtakanna segir rétt farþega ríkan í aðstæðum sem þessum. Þar sé meðal annars réttur til hótelgistingar, þegar töfin er þetta löng. Fólk átti sig ekki á réttarstöðunni „Mér virðist, í þessu dæmi sem verið er að ræða, að vandamálið hafi verið samskiptaleysi og það að það hafi ekki verið allar upplýsingar til staðar,“ segir Breki Karlsson formaður samtakanna. Ef farþegum hefði verið tjáð hvernig í pottinn væri búið hefðu þeir getað gert viðeigandi ráðstafanir og nýtt rétt sinn. „Að öðru leyti þá á fólk líka rétt á að fá staðlaðar skaðabætur, sem eru fyrir þessa lengd 250 evrur. Fyrir lengri flug getur það verið allt að 600 evrur,“ segir Breki og bætir við að reynsla Neytendasamtakanna sé sú að Icelandair greiði fólki almennt þær bætur sem því ber. Hann telur að fólk átti sig ekki á réttarstöðu sinni í öllum tilvikum og hafa samtökin sett upp sérstaka vefsíðu, ns.is/flug, þar sem fólk getur reiknað út mögulegar skaðabætur, með hliðsjón af atvikum máls. Icelandair harmar atvikið Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir í nýju svari til fréttastofu að reynt hafi verið að koma til móts við farþega. „Við höfum sent farþegum upplýsingar um hvernig þau sækja bætur. Við reyndum eftir fremsta megni að upplýsa farþega um stöðuna með okkar bestu upplýsingum á hverjum tíma og sendum í heildina tíu upplýsingapósta/-skilaboð. Okkur þykir mjög leitt hvernig fór og viljum biðja farþega afsökunar á þeirri töf sem varð á ferð þeirra.“ Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Ferðamennska á Íslandi Skotland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. 19. maí 2023 22:32 Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair tjáði fréttastofu í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að senda aðra flugvél en þá sem var biluð til þess að sækja farþegana. Mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að ekki var hægt að fara á loft fyrr en raun bar vitni og að félagið harmaði seinkunina. Einn farþega vélarinnar, Jóna Ástríður Jóhannsdóttir, hefur tjáð fréttastofu að biðin hafi tekið mikið á farþega og hún hafi skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Á þrjátíu og átta tímum hafi hver farþegi fengið 70 pund til að kaupa sér mat, og samskipti við flugfélagið hafi ekki verið góð. Hún hafi við komuna til Íslands ekið erlendum hjónum, sem voru í miklu uppnámi eftir að hafa misst tvo daga af fríi sínu og ekki séð fram á að komast á Selfoss um nóttina, á hótel þeirra fyrir austan fjall. Formaður Neytendasamtakanna segir rétt farþega ríkan í aðstæðum sem þessum. Þar sé meðal annars réttur til hótelgistingar, þegar töfin er þetta löng. Fólk átti sig ekki á réttarstöðunni „Mér virðist, í þessu dæmi sem verið er að ræða, að vandamálið hafi verið samskiptaleysi og það að það hafi ekki verið allar upplýsingar til staðar,“ segir Breki Karlsson formaður samtakanna. Ef farþegum hefði verið tjáð hvernig í pottinn væri búið hefðu þeir getað gert viðeigandi ráðstafanir og nýtt rétt sinn. „Að öðru leyti þá á fólk líka rétt á að fá staðlaðar skaðabætur, sem eru fyrir þessa lengd 250 evrur. Fyrir lengri flug getur það verið allt að 600 evrur,“ segir Breki og bætir við að reynsla Neytendasamtakanna sé sú að Icelandair greiði fólki almennt þær bætur sem því ber. Hann telur að fólk átti sig ekki á réttarstöðu sinni í öllum tilvikum og hafa samtökin sett upp sérstaka vefsíðu, ns.is/flug, þar sem fólk getur reiknað út mögulegar skaðabætur, með hliðsjón af atvikum máls. Icelandair harmar atvikið Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir í nýju svari til fréttastofu að reynt hafi verið að koma til móts við farþega. „Við höfum sent farþegum upplýsingar um hvernig þau sækja bætur. Við reyndum eftir fremsta megni að upplýsa farþega um stöðuna með okkar bestu upplýsingum á hverjum tíma og sendum í heildina tíu upplýsingapósta/-skilaboð. Okkur þykir mjög leitt hvernig fór og viljum biðja farþega afsökunar á þeirri töf sem varð á ferð þeirra.“
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Ferðamennska á Íslandi Skotland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. 19. maí 2023 22:32 Mest lesið Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Sjá meira
„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. 19. maí 2023 22:32
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent