„Það er ekki búið að biðja okkur fyrirgefningar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. maí 2023 21:31 Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-samtakanna. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri HIV Ísland vill að stjórvöld biðjist afsökunar á framgöngu sinni gagnvart HIV smituðum undir lok síðustu aldar. Sagan megi ekki endurtaka sig en fjörutíu ár eru nú liðin frá því að þeir fyrstu greindust með HIV á Íslandi. Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Boðið var upp á alls kyns skemmtiatriði á sátta- og minningarstundinni í Fríkirkjunni í dag. Hörður Torfa greip í gítarinn, söngvarar þöndu raddböndin, framdir voru gjörningar og ýmsir tóku til máls. Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV Ísland segir andrúmsloftið allt annað en þegar fyrstu smitin fóru að greinast. „Það er engu saman að líkja, ástandinu sem var á níunda áratugnum þarna fyrstu árin eftir að HIV var greint og í dag. Það er alveg tvennt ólíkt. Það hefur orðið vitundarvakning og fólk veit, og skilur, þetta er allt annað. Það er ekkert stórmál að vera með HIV í dag þó það sé auðvitað stórmál að vera með þennan sjúkdóm og þurfa að taka lyf alla ævi, það er mikið mál að greinast með HIV. Og við þurfum alltaf að vera á vaktinni hvað varðar forvarnarstarfið,“ segir Einar Þór. Forsætisráðherra harmar þjáningar Hjörtur Magni Jóhannesson forstöðumaður Fríkirkjunnar segir þetta vera dag til þess að gleðjast. „Nú erum við að gleðjast yfir þeim möguleikum sem HIV smitaðir búa yfir í lífinu í dag, miðað við það sem var.“ Einar segir lífsgæðin vissulega betri en stjórnvöld séu ekki búin að gera upp málið. „Það er allt annað líf, það má þakka fyrir margt. En það að er ekki búið að varpa ljósi á, og biðja okkur fyrirgefningar á því hvernig komið var fram við okkur.“ Katrín Jakobsdóttir steig í pontu og ávarpaði viðstadda. „Ég held að ég mæli líka fyrir munn margra þegar ég segi: Ég harma þær þjáningar, þá erfiðu lífsreynslu sem HIV-smitaðir og ástvinir þeirra upplifðu á þessum tímum, þar sem vanþekking og fordómar voru allsráðandi í samfélaginu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira