Mamman og systirin í tvískiptum treyjum Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 09:01 Andri Már og Sigtryggur Daði Rúnarssynir með systur sinni, Evu Ingibjörgu og mömmu sinni Heiðu Erlingsdóttur. Twitter/@andrimarrunars Tilfinningarnar verða eflaust blendnar, sama hvernig fer, hjá fjölskyldu bræðranna Sigtryggs Daða og Andra Más í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Bræðurnir mættust á laugardag í fyrsta leik einvígisins en Sigtryggur Daði er leikmaður ÍBV á meðan að Andri Már spilar með Haukum sem urðu að sætta sig við tap í Eyjum, 33-27. Á meðal áhorfenda á leiknum voru Heiða Erlingsdóttir, móðir bræðranna og fyrrverandi landsliðskona í handbolta, og Eva Ingibjörg systir þeirra. Faðirinn, Rúnar Sigtryggsson, stýrir Leipzig í þýsku 1. deildinni eftir að hafa verið fenginn þangað frá Haukum í nóvember. Klæðnaður mæðgnanna vakti athygli en þær voru í tvískiptum treyjum, það er að segja hálfri Haukatreyju og hálfri ÍBV-treyju. Á Twitter þakkar Andri íþróttafréttakonunni Svövu Kristínu Gretarsdóttur fyrir treyjurnar sem hafði veg og vanda af því að útvega treyjurnar. Takk fyrir treyjurnar @SvavaGretars pic.twitter.com/1z4wxTlGuS— Andri Már Rúnarsson (@andrimarrunars) May 21, 2023 Þó að Sigtryggur hafi fagnað sigri í leiknum á laugardaginn þá var yngri bróðir hans í umtalsvert stærra hlutverki í leiknum. Sigtryggur lét nægja að skora eitt mark úr tveimur skotum en Andri var annar af markahæstu mönnum Hauka með átta mörk úr 14 skotum. Liðin mætast næst á Ásvöllum á morgun klukkan 18 og svo í Eyjum á föstudaginn en vinna þarf þrjá leiki til að landa Íslandsmeistaratitlinum. Komi til fjórða leiks verður hann næsta mánudag og mögulegur oddaleikur er dagsettur miðvikudaginn 31. maí. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira