Fyrirtæki án raftækja? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar 22. maí 2023 13:00 Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Eru raftæki nauðsynlegur partur af starfi þínu? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svarið sé já! Stjúppabbi minn sem er blaðamaður lýsti því eitt sinn fyrir mér hvernig var að skrifa grein áður en tölvur voru nýttar í það verkefni og áratugum áður en veraldavefurinn komst í gagnið. Mér leið eins og hann væri að tala um eitthvað sem hefði gerst í fornöld. Gleðin sem ég greindi í röddinni þegar hann talaði um byltinguna sem fólst í komu faxtækjanna er ógleymanleg! Raftæki eru orðin svo órjúfanlegur þáttur af nánast öllum athöfnum daglegs lífs að það er vart hægt að hugsa sér samfélagið án þeirra. Hvort sem við horfum til lífsins utan eða innan vinnunnar. Fyrir atvinnulífið hafa raftæki gjörbreytt öllu. Verkefni sem áður tóku marga daga er hægt að leysa núna á nokkrum mínútum. Staðreyndin er þó sú að raftæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Mikið magn þessara tækja eru notuð í tiltölulega stuttan tíma þar sem þau teljast ekki lengur verðmæt eða nytsamleg. Raftækjaúrgangur er því einn af straumum úrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og allt of lítill hluti skilar sér til endurvinnslu. Þörfin fyrir raftæki mun bara halda áfram að vaxa í síbreytilegum heimi snjallvæðingar og gervigreindar en með þessu áframhaldi munum við ekki eiga efnivið í raftæki framtíðarinnar. Ljóst er að fyrirtæki sem ætla að vera samkeppnishæf og lifa af þurfa að taka með í reikninginn að auðlindir eru takmarkaðar. Regluverk sem er á leiðinni mun kalla á umhverfisvænni leiðir, neytendur munu gera síauknar kröfur til fyrirtækja og svo er það einfaldlega það eina rétta gagnvart framtíðarkynslóðum. Fyrir atvinnulífið skiptir þess vegna miklu máli að undirbúa sig og vera í stakk búið til að koma auga á tækifærin sem felast í þessum áskorunum. Við í verkefninu Saman gegn sóun í samstarfi við Sorpu, Úrvinnslusjóð og Tækniskólann bjóðum öll áhugasöm velkomin á fundinn Er‘ekki allir í stuði?! sem verður haldinn í Góða hirðinum 24. maí næstkomandi. Þar sköpum við vettvang til að ræða saman um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að umhverfisáhrifum raftækja, kynnast regluverkinu og hringrásarhagkerfinu sem geymir mörg af þeim úrræðum sem við þurfum á að halda. Skráning og nánari upplýsingar á samangegnsoun.is. Höfundur er teymisstjóri á svið loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun